Geislasverðin raunhæfur möguleiki?

Í miðstöð Harvard-MIT fyrir ofurköld atóm, vinnur hópur prófessora og aðstoðarmanna við að gera vísindaskáldskap að veruleika. Þeir sem leiða hópinn eru eðlisfræðiprófessorinn Mikhail Lukin frá Harvard háskólanum og Vladan Vuleti frá MIT háskólanum.

sWEO5nm

Eftir miklar rannsóknir hafa þeir fundið leið til að binda saman ljóseindir til að mynda sameindir, en þetta er uppgötvun, samkvæmt Lukin, sem er andstæð því sem hingað til hefur verið vitað um eðli ljóssins. „Ljóseindum hefur lengi verið lýst sem massalausum eindum sem ekki eiga í samskiptum við hverja aðra – til dæmis ef þú beinir tveimur leisergeislum að hvorum öðrum þá fara þeir í gegnum hvorn annan …“

Luken heldur áfram:

„Þegar ljóseind fer út úr burðarefninu, þá er samsemdin geymd áfram,“ segir Lukin. „Þetta er sami eiginleikinn og við sjáum þegar við sjáum ljósbrot í vatnsglasi. Ljósið kemur inn í vatnið, það sendir hluta af orku sinni inn í burðarefnið, og inni í því þá á það sér stað í ljósi og efni pöruðu saman, en þegar það fer í burtu þá er það ennþá ljós. Það sem á sér hér stað er það sama, en bara aðeins öfgafyllra – ljósið hægir töluvert á sér, og mun meiri orka losnar en í ljósbroti.“

Ljóseinda sameindir, segja þeir, eru öðruvísi. Vísindateymið kældi ský af ribidium frumeindum í lofttæmisklefa og skaut svo einstökum ljóseindum inn í skýið. Þó að ljóseindirnar hafi komið ein og ein, þá yfirgáfu þær skýið saman, sem ein sameind.

HoTREON

„Við gerum þetta til gamans, og af því að við erum að láta reyna á vísindin,“ sagði Lukin. „En þetta skiptir máli fyrir stóru myndina sem við erum að vinna í, af því að ljóseindir eru besti mögulegi miðilinn til að bera skammta ( skammtafræði ) upplýsingar. Það sem hefur verið annmarki á þessu er að ljóseindirnar eiga ekki samskipti sín á milli.“

Lukin telur að þetta geti á endanum verið notað til að búa til þrívíð mannvirki/smíðisgripi, eingöngu úr ljósi. Eins og krystallar, eða …. geislasverð eins og í Star Wars myndunum.

E6nRvIP

„Hvað þetta nýtist í, það vitum við ekki, en þetta er ný staða á efni, þannig að við erum vongóð um að nýir notkunarmöguleikar muni koma upp eftir því sem við höldum áfram að rannsaka smáatriðin í þessum ljóseinda sameindum,“ sagði Lukin.

Nú verður spennandi að sjá hvenær vísindamennirnir ganga alla leið og búa til geislasverð.

Hér er hægt að lesa meira um málið.