Gerir Iron-Man 4 með Gibson

iron man 3Kvikmyndaleikarinn og Iron-Man stjarnan Robert Downay Jr., hæst launaði leikari í Hollywood, segist vera til í að gera fjórðu Iron-Man myndina …. ef Mel Gibson myndi leikstýra henni.

Leikarinn lét þessi orð falla í samtali við vefritið Deadline þar sem hann tjáði sig m.a. um Mel Gibson: „Í fyrsta lagi, þá hefur hann breyst mikið“ sagði hann og hélt svo áfram að lofa Gibson fyrir hæfileika sína sem foreldri. Fréttamaðurinn stingur síðan upp á því að Downey Jr. geri Iron-Man 4 ( sem hann er nú þegar búinn að segja að hann ætli ekki að gera ) ef Gibson leikstýri, og Downey svarar með því að segja: „Hárrétt“. Blaðamaðurinn spyr síðan hvort að hann megi nota þetta sem fyrirsögn á viðtalið, og Downey svarar: „Afhverju ekki? Sík mynd yrði mögnuð.“

gibsonÞá vitum við það – nú þarf bara að sannfæra Gibson um að taka að sér starfið og þá er Downey klár í bátana!