Getraun: Narnia 3 (bíómiðar)

Viltu vinna opna boðsmiða á The Chronicles of Narnia: The Voyage of the Dawn Treader? Ef svo er þá er um að gera að freista gæfunnar hérna því undirritaður fékk slíka í hendurnar og markmiðið er að spreða þeim á notendur. Myndin er heimsfrumsýnd um helgina.

Leikreglur eru ekki flóknar. Þið sjáið hér nokkrar spurningar fyrir neðan og sendið mér svörin við þeim (á tommi@kvikmyndir.is). Ég dreg úr réttum svörum snemma á sunnudaginn. Vinningshafar fá sendan póst tilbaka. Þeir sem verða valdir fá tvo almenna miða.

Hérna eru spurningarnar:

1. Hvað heitir höfundur Narniu-bókanna?

2. Leikstjóri The Voyage of the Dawn Treader gerði einnig Bond-mynd árið 1999. Hver var titill þeirrar myndar?

3. Hvaða ár kom The Lion, the Witch and the Wardrobe út?

(ATH. Vinsamlegast ekki segja svörin á kommentsvæðinu fyrir neðan fréttina. Þeir sem gera það eiga engar líkur á því að vinna)

Gangi ykkur vel.