Getur hjálpað með týndan tíma

Nú styttist óðum í frumsýningu Marvel ofurhetjukvikmyndarinnar Ant-Man and the Wasp: Quantumania, en hún kemur í bíó hér á Íslandi 17. febrúar nk. Með hlutverk Ant-Man fer sem fyrr Paul Rudd.

Ofurþorparinn Kang the Conqueror, sem Jonathan Majors leikur, á orðið í byrjun nýrrar stiklu sem kom út fyrir helgi sem sjá má hér fyrir neðan ásamt ljósmyndum, persónuplakötum og splunkunýju aðalplakati.

Hann segir við Ant-Man: Þú hefur tapað miklum tíma – eins og ég. Við getum hjálpað hvorum öðrum með það.