Gillz vinsælastur

gillzLífsleikni Gillz trónir á toppi vinsældalista helgarinnar yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Myndin átti upprunalega að vera þáttaröð en var síðan skeytt saman í eina kvikmynd sem var frumsýnd á föstudaginn.

Í Lífsleikni Gillz heldur Egill Einarsson áfram að fræða og upplýsa Íslendinga um hvað má og hvað ekki í öllu milli himins og jarðar. Við fylgjumst með hinum ýmsu rasshausum reyna að tækla lífið og klúðra öllu í kringum sig í sprenghlægilegum dæmisögum þar sem Gillz bjargar málunum iðulega fyrir rest.

Cloudy with a Chance of Meatballs 2 vermir annað sætið og er myndin beint framhald samnefndrar myndar sem sló hressilega í gegn fyrir fjórum árum og hlaut mörg verðlaun og viðurkenningar.

Teiknimyndindin Justin and the Knights of Valour eða Jónsi og Riddarareglan situr í þriðja sæti. Myndin fjallar um dreng sem dreymir um að gerast riddari sem berst við dreka, bjargar fögrum meyjum og ver konunginn fyrir óvinum ríkisins. Meðal þeirra sem talsetja myndina eru Ævar Þór Benediktsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Steinn Ármann Magnússon.

top10