Græddi hálfan milljarð á Star Wars

Handritshöfundurinn Tony Gilroy, sem kalllaður var inn á lokametrunum til að endurskrifa og aðstoða við endurtökur á Rogue One: A Star Wars Story, hefur að sögn grætt á tá og fingri á aðkomu sinni að myndinni.

rogue

Sagt er að hann muni fá í sinn hlut um fimm milljónir Bandaríkjadala, eða um 565 milljónir íslenskra króna.

Gilroy, sem er handritshöfundur nokkurra Bourne mynda og leikstjóri hinnar Óskarstilnefndu Michael Clayton, var fyrst fenginn til að skrifa samtöl og atriði fyrir endurtökur í myndinni, og fékk greidda 200 þúsund dali á viku, samkvæmt heimildum. Sú upphæð er víst eðlileg fyrir topp höfunda í stórri mynd. En eftir því sem vinnan dróst á langinn, því meira fékk Gilroy í aðra hönd.

Hann hóf störf í júní og í ágúst var hann orðinn hægri hönd Gareth Edwards leikstjóra í eftirvinnslunni.

tony_gilroy_7732163606

Rogue On er fyrsta stjálfstæða hliðar – Star Wars myndin af þremur.  Hún er forsaga Star Wars myndanna og sagt er að hún myndi beina tengingu við fyrstu myndina frá árinu 1977, A New Hope.

Næsta sjálfstæð hliðarmynd er myndin um Han Solo, sem frumsýnd verður árið 2018.

Næsta Star Wars mynd, sú áttunda í röðinni, kemur í bíó í desember á næsta ári.

Þó að laun Gilray gætu virst há, þá eru þau smáaurar í samanburði við peningana í kringum Star Wars seríuna. Disney keypti Star Wars á fjóra milljarða Bandaríkjadala ( 450 milljarðar íslenskra króna ) árið 2012 af Lucasfilm, og fyrsta myndin eftir kaupin, Star Wars: The Force Awakens, þénaði meira en tvo milljarða dala í miðasölunni, og varð fyrsti kaflinn í nýrri og væntanlega mjög arðvænlegri Star Wars bylgju.