Háar væntingar Kristins: Framleiðir mynd með Frasier

Tökur hófust í gær á kvikmyndinni High Expectations, en þar fer Kelsey Grammer með aðalhlutverkið.

Myndin er framleidd af Kristni Þórðarsyni, sem er einna þekktastur fyrir fram­leiðslu sína á ís­lensku glæpa­þáttunum Brot. Þættirnir sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og ganga undir heitinu The Val­halla Mur­ders á Net­flix.

Fréttamiðillinn Screen Daily greindi meðal annars frá framleiðslunni og segir High Expectations frá ungum fót­bolta­spilara (Taylor Gray) að nafni Jack sem þarf að takast á við for­tíð föður síns (Grammer). Hann er sjálfur gamall fót­bolta­spilari og eig­andi fót­bolta­liðsins sem Jack spilar fyrir.

Mikil átök verða þeirra á milli þegar pabbinn á­kveður að klúbburinn losi sig við hann og gengur þá Jack í „óvinaliðið“.

Myndinni er leiksýrt af Jon­a­t­han Sout­hard og líkleg til útgáfu á næsta ári.