Heimsfrumsýning Avatar: The Way of Water – Myndir af rauða dreglinum

Heimsfrumsýning Avatar The Way of Water fór fram á þriðjudaginn í kvikmyndahúsinu á Leicester Square í Lundúnum. Gestalistinn var stjörnum prýddum og mátti meðal annars berja prúðbúna leikara og leikstjóra augum.

Mætt voru meðal annarra: Sam Worthington, Zoe Saldaña, Sigourney Weaver, Stephen Lang, Kate Winslet, Joel David Moore, Jamie Flatters, Trinity Jo-Li Bliss, Jack Champion, Brendan Cowell, Bailey Bass, leikstjórinn James Cameron og framleiðandinn Jon Landau. 

Kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi þann 16. desember

Býr á Pandóru

Söguþráðurinn er eftirfarandi: Jake Sully býr ásamt fjölskyldu sinni á plánetunni Pandóru þegar kunnuglegur óvinur birtist sem vill ljúka við áður óklárað verk. Jake þarf nú að vinna með Neytiri og her Na’vi þjóðflokksins til að vernda plánetuna.

James Cameron er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar ásamt meðframleiðandanum Jon Landau. Með aðalhlutverk fara Sam Worthington, Zoe Saldaña, Sigourney Weaver, Stephen Lang og Kate Winslet. 

Handritshöfundar eru James Cameron, Rick Jaffa og Amanda Silver.