Hjúkkan myrðir í 3D – Ný stikla!

Ný stikla er komin út fyrir þvívíddarhrollinn Nurse 3D, frá leikstjóranum Doug Aarniokoski. Með helstu hlutverk fara Paz De La Huerta, Katrina Bowden og Corbin Bleu.

Nurse3D (1)

Myndin segir frá Abby Russell sem á daginn er duglegur hjúkrunarfræðingur, einhver sem þú myndir ekki hika við að treysta fyrir lífi þínu. En á kvöldin breytist hún í allt aðra manneskju, sem notar kynþokka sinn til að tæla menn sem standa í framhjáhaldi, og drepa þá með hrottafengnum hætti, og lætur þá horfast í augu við það hverjir þeir eru í raun og veru. Þegar ung kona, hjúkrunarfræðingur einnig, byrjar á spítalanum, byrjar hana að gruna hvað Abby fæst við, og setur áætlanir hennar í uppnám. Nú þarf Abby að snúa á hana nógu lengi til að hafa nægan tíma til að ganga frá óvæntum framhjáhaldara og koma honum fyrir kattarnef.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 7. febrúar nk. bæði í bíó og í VOD. Óvíst er með sýningar hérlendis, en stiklan lætur mann óneitanlega langa til að vita meira um framhaldið …