Horfðu saman á Sin City 2

sin cityLeikstjórinn Robert Rodriguez var í viðtali hjá SiriusXM á dögunum og sagði þar frá frábærum fréttum fyrir aðáendur kvikmyndarinnar Sin City, sem er gerð eftir teiknimyndasögum Frank Miller.

„Já, Sin City 2, ég var einmitt að horfa á hana með Frank Miller í gærkvöldi“ sagði Rodriguez við SiriusXM og hélt áfram „Hann hafði ekkert út á hana að setja og byrjaði svo að tala um þriðju myndina“.

Rodriguez sagði ennig frá því að Sin City: A Dame To Kill For sé nokkurnvegin tilbúin og verði svo frumsýnd í ágúst á þessu ári. Einnig er forvitnilegt að heyra að það sé áhugi hjá þeim báðum fyrir þriðju myndinni.

Það eru liðin um 9 ár síðan fyrsta Sin City kvikmyndin var frumsýnd, en sú mynd sló heldur betur í gegn og því hafa ansi margir beðið spenntir eftir margumtöluðu framhaldi. Nú þykir nokkuð ljóst að aðdáendur fyrri myndarinnar geti farið að telja niður.