Hungurleikar sigra yfirmenn og mörgæsir

The Hunger Games: Mockingjay Part 1 heldur toppsætinu á bandaríska bíóaðsóknarlistanum aðra helgina í röð, miðað við aðsókn gærdagsins í Bandaríkjunum. Hvorki mörgæsir né hræðilegir yfirmenn munu ná að breyta nokkru þar um.

mockingjay-5

The Penguins of Madagascar er í öðru sæti eftir sýningar gærdagsins og Horrible Bosses 2 í því fimmta, en báðar eru nýjar á lista.

Í þriðja sæti listans er mynd sem var í öðru sæti um síðustu helgi, teiknimyndin Big Hero 6 sem byggð er á Marvel teiknimyndasögu. Í fjórða sæti situr svo hin stórfenglega Interstellar eftir Christopher Nolan, á sinni fjórðu viku á lista.

Hér fyrir neðan er aðsóknarlisti gærdagsins í Bandaríkjunum:

1). The Hunger Games

2). The Penguins Of Madagascar 

3). Big Hero 6 

4). Interstellar

5). Horrible Bosses 2 

6). Dumb and Dumber To

7). The Theory Of Everything

8). Gone Girl 

9). Beyond the Lights

10). Birdman