Hvaða brellumyndir komast á Óskarinn?

Af þeim tíu myndum sem koma til greina á Óskarsverðlaununum í flokki bestu tæknibrella, þá munu einungis fimm komast áfram (stundum hafa þær samt bara verið þrjár). En stóra spurningin er: Hvaða fimm?

2011 bauð upp á ansi mikið af sjónarspilum (m.a. Hogwarts-orrustan, risaeðlurnar í Tree of Life eða seinasti klukkutíminn í Dark of the Moon), nýjungum (t.d. lítill, slánalegur Chris Evans) og atriðum sem voru svo skuggalega raunveruleg að neðri kjálkinn féll beint í gólfið. Það er náttúrulega alltaf sagt að bestu tölvubrellurnar séu þær sem maður tók aldrei eftir. David Fincher þekkir það.

Hér fyrir neðan sjáið þið listann yfir þær tíu myndir sem Óskarsakademían mun velja úr. Endilega segið hvaða fimm þið teljið 150% öruggt að komist áfram og hvers vegna.

CAPTAIN AMERICA: THE FIRST AVENGER

HARRY POTTER AND THE DEATHLY HALLOWS – PART 2
HUGO
MISSION: IMPOSSIBLE – GHOST PROTOCOL
PIRATES OF THE CARIBBEAN: ON STRANGER TIDES
REAL STEEL
RISE OF THE PLANET OF THE APES
TRANSFORMERS: DARK OF THE MOON
THE TREE OF LIFE
X-MEN: FIRST CLASS


PS. Eins gott að akademían meti myndirnar í háskerpugæðum.