Hvernig breytti Sebastian Stan sér í DT fyrir The Apprentice

Sebastian Stan er almennt talinn einn kynþokkafyllsti leikarinn í Hollywood og geta hans til að túlka af dýpt ólíkar persónur er óumdeild. Hann er einn af fáum leikurum sem hika ekki við að umbreyta sér til að kalla fram persónuna sem hann er að leika, þannig að hún lifni við fyrir framan áhorfendur.

Meðal hlutverka Stans eru Winter Soldier í Marvel kvikmyndaheiminum og rokkarinn Tommy Lee í hinum vinsælu Hulu þáttum Pam & Tommy.

Þegar Stan fékk það verkefni að leika Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta og núna forsetaframbjóðanda, ýtti það á leikarann að kanna persónuleika Trumps, sem kallaði á ýmsar áskoranir fyrir Stan.

Í myndinni leikur Stan Trump ungan að árum þegar hann kynnist lögfræðingnum Roy Cohn, sem Jeremy Strong (Succession) leikur, snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Cohn átti stóran þátt í að gera Trump að fasteignamógúl og fastagest í slúðurblöðum vestanhafs.

Nóg af sojasósu

Í kvikmyndinni er einnig fjallað um tímabil í lífi Trumps þegar hann breyttist mikið líkamlega, sem þýddi að Stan þurfti að leggja mikið á sig til að líkjast forsetanum fyrrverandi í útliti.
Í viðtali við USA Today þá segir hann frá því hvernig næringarfræðingur hjálpaði honum að ná sama útliti og Trump. Hann segist hafa borða mikið af Sushi og ramen súpum til að bæta á sig kílóum. Þar að auki þá var leikaranum sagt að nota nóg af sojasósu og salti til að gera sig búlduleitan í framan.

The Apprentice (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 79%

Ungur Donald Trump, ákafur í að skapa sér nafn í New York á áttunda áratug síðustu aldar, fær handleiðslu frá Roy Cohn, grjóthörðum lögfræðingi sem hjálpaði til við að skapa manninn eins og við þekkjum hann í dag. Cohn sér í Trump hinn fullkomna skjólstæðing - mann ...

“Ég sagði, hvernig get ég orðið bólgnari í andlitinu?” og hann sagði; “Borðaðu eins mikið af kolvetnum og þú getur. Þú ættir að borða nóg af sushi og ramen súpum og fullt af sojasósu og salti,” sagði Stan við USA Today. En þar með var ekki öll sagan sögð.

Það að bæta á sig kílóum var ekki það eina sem Stan gerði til að breyta sér. Aðal áskorunin byrjaði þegar hann þurfti að líkja eftir hegðun Trumps og tóni raddar hans.

Allir sem hafa séð Trump opna munninn vita hvernig hann talar, gengur og mótar hár sitt, sem er einstakt eins og flestir ættu að vita. Stan þurfti því að horfa á fullt af myndböndum til að læra meira um mógúlinn og líkamstjáningu hans. Í viðtali við Variety sagði “Thunderbolts” leikarinn að hann hafi horft á meira en 600 myndbönd til að skilja manninn til hlítar og hvernig hann tjáði sig.

Varirnar öðruvísi

“Ég var með 130 myndbönd af líkamstjáningu hans á símanum mínum. Og 562 myndbönd með myndefni frá mismunandi tímabilum – allt frá áttunda áratugnum til dagsins í dag – og þannig gat ég grandskoðað þetta og reynt að leika af fingrum fram eins og hann. Ég fór að átta mig á að ég þurfti að nota varirnar öðruvísi þegar ég talaði en ég var vanur,” sagði Stan við Variety.

Eftir að hafa gert ákveðnar breytingar á lífsstíl sínum tókst Stan að ná útliti sem var ótrúlega líkt Trump, og túlkun hans vakti mikla athygli. Myndin fékk jákvæða dóma gagnrýnenda og áhorfendur lofuðu Stan og Jeremy Strong fyrir leik þeirra.