Hvíta húsið í klessu – vídeó

Nú styttist í frumsýningu á nýjustu mynd Gerard Butler, Olympus Has Fallen, en myndin verður frumsýnd þann 19. apríl hér á Íslandi.

Í myndinni hafa hryðjuverkamenn ráðist inn í Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum og tekið forseta Bandaríkjanna í gíslingu. Butler leikur fyrrum leyniþjónustumann sem lokast óvart inni í Hvíta húsinu og þarf að takast á við hryðjuverkamennina. Aaron Eckhart leikur forsetann.

Hvíta húsið sjálft verður fyrir miklu tjóni í myndinni, en það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í Hollywood bíómynd. Fréttaveitan The Hollywood Reporter tók saman í eitt myndband ýmsar klippur úr bíómyndum þar sem Hvíta húsið fer í klessu.

Sjáðu vídeóið hér að neðan:

Eins og sjá má í myndbandinu eru þarna atriði úr Superman 2, Mars Attacks, X-Men 2, Scary Movie 3 og svo auðvitað Independence Day þar sem Hvíta húsinu er gjöreytt með leysigeisla.