Í hvaða bíómynd er Pappírs-Pési staddur? – Giskaðu á rammana

Þann 1. apríl á hverju ári er fólk vanalega blekkt hvatt til að fara yfir þröskulda, eða hlaupa fyrsta apríl, eins og sagt er. Vilja jafnvel sumir meina að fólk þurfi fara yfir þrjá þröskulda til að aprílhlaupið sé fullgilt. Sumir segja þó nóg sé að fara þrjá faðma eða yfir einn þröskuld.

Það má að minnsta kosti segja að okkar ástkæri Pappírs-Pési hafi hlupið þennan dag og meira til. Ekki hefur hann aðeins fokið yfir þrjá þröskulda heldur í gegnum stóran hluta af kvikmyndasögunni eins og hún leggur sig, að minnsta kosti í seinni tíð.

Pappírs-Pési er þó – því miður – eitthvað týndur í römmunum og þarf aðstoð lesenda til að vita í hvaða verki hann er staddur.

Hvert er Pappírs-Pési kominn?
Giskaðu á myndirnar út frá einum ramma.