Isaacs nýr í hryðjuverkamynd

Leikstjórinn Anthony Maras vinnur nú hörðum höndum að næstu mynd sinni, hinu sannsögulega drama Hotel Mumbai. Nú þegar eru í leikhópnum fólk eins og Dev Patel, Armie Hammer og Nazanin Boniadi, og Empire segir nú frá því að John Wick leikarinn Jason Isaacs hafi bæst í hópinn.

Dig - Season 1

Maras og meðhöfundur hans John Collee byggja handrit sitt á heimildarmynd frá árinu 2009, Surviving Mumbai, þar sem sagt er frá hrottalegri hryðjuverkaárás á Taj Mahal Palace Hótelið á Indlandi árið 2008.

Hundruðum manna var haldið þar sem gíslum í 68 klukkustundir af íslömskum vígamönnum.

164 manneskjur létu lífið og að minnsta kosti 308 særðust, en hetjuleg framganga nokkurra gíslanna varð til þess að fleiri björguðust en ella.

Hægt er að sjá Isaacs í bíó þessa dagana í eiturlyfjatryllinum The Infiltrator, og fljótlega má sjá hann m.a. í hrollvekjunni og spennutryllinum A Cure For Wellness.