Íslenskar stuttmyndir sýndar í kvöld

Í kvöld kl. 20:00 í Bíó Paradís verða sýndar stuttmyndirnar fimm sem eru tilnefndar í Sprettfisknum – stuttmyndakeppni Stockfish evrópskrar kvikmyndahátíðar. Í lok sýningarinnar verða Q&A (spurningar og svör) með leikstjórum og aðstandendum stuttmyndanna sem keppa til úrslita.

stockfish

Stuttmyndirnar fimm eru:

Herdísarvík: Leikstjóri: Sigurður Kjartan. Framleiðandi: Sara Nassim.

Gone: Leiktjórar og framleiðendur: Vera Sölvadóttir og Helena Jónsdóttir.

Happy Endings: Leikstjóri: Hannes Þór Arason. Framleiðandi: Andrew Korogyi.

Foxes: Leikstóri: Mikel Gurrea. Framleiðandi Eva Sigurðardóttir.

Substitute: Leikstjóri: Nathan Hughes-Berry. Framleiðandi Eva Sigurðardóttir og Madeleine Sims-Fewer.

Í dómnefnd sitja Ísold Uggadóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir og Árni Óli Ásgeirsson.

Hátíðin er annars í fullum gangi og eru sýndar um þrjátíu kvikmyndir í fullri lengd auk stuttmyndanna og heimildarmynda.

Stuttmyndirnar verða sýndar aftur þann 27. febrúar og 1. mars.

Stikk: