Jack Reacher vinsælastur

Tom Cruise á fjölmarga aðdáendur hér á Íslandi, ekki síst eftir að hann gerðist Íslandsvinur á síðasta ári þegar hann kom hingað til að taka upp Oblivion, sælla minninga.

JACK-REACHER

Mynd hans Jack Reacher situr sem fastast á toppi íslenska DVD/Blu-ray listans á sinni annarri viku á lista. Í öðru sæti er kominn harðhausinn Jason Statham í myndinni Parker, sem er ný á lista. Í þriðja sæti, og niður um eitt sæti á milli vikna, er Quentin Tarantino myndin Django Unchained. Það er ný mynd í fjórða sætinu einnig, Gangster Squad, stútfull af gæðaleikurum og í fimmta sætinu er myndin um leitina að Osama Bin Laden, Zero Dark Thirty. 

Hér er hægt að sjá væntanlegar myndir á DVD og Blu-ray á kvikmyndir.is

Hér hægt að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Sjáðu 20 vinsælustu DVD/Blu-ray myndirnar hér fyrir neðan:

listinn