James Franco gerir kvikmynd um gerð The Room

thedisasterartistJames Franco ætlar sér að gera kvikmynd eftir bók sem er um að margra mati verstu kvikmynd allra tíma, The Room.

Framleiðslufyrirtæki James Franco hefur eignað sér rétt á bókinni, The Disaster Artist, sem er skrifuð af einum leikara myndarinnar, Greg Sestero. Bókin fjallar um reynslu hans við myndina og tengsl sín við leikstjórann og aðalleikarann Tommy Wiseau.

Seth Rogen verður með-framleiðandi og mun James Franco og litli bróðir hans, Dave Franco, leika aðalhlutverkin.

The Room var gerð árið 2003 og hefur eignast aðdáendur út um allan heim, sem kalla hana jafnan bestu verstu kvikmynd allra tíma. Tommy Wiseau leikstýrði, skrifaði, framleiddi og lék aðalhlutverkið í myndinni. Greg Sestero lék persónuna Mark, sem var besti vinur persónu Wiseau.

Meðfylgjandi er frægasta senan úr kvikmyndinni og má þar sjá Greg Sestero og Tommy Wiseau í hlutverkum sínum.