James Gandolfini látinn

Bandaríski leikarinn James Gandolfini er látinn 51 árs að aldri.

Leikarinn var staddur á Ítalíu þegar hann lést, en banamein hans er talið vera hjartaáfall.

james gandolfini

Gandolfini er best þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Sopranos þar sem hann lék mafíuforingjann Tony Soprano. Gandolfini fékk þrenn Emmy verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum.

Gandolfini lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Ásamt því að leika í sjónvarpi þá lék hann í mörgum kvikmyndum, þar á meðal Zero Dark Thirty, Not Fade Away, The Incredible Burt Wonderstone og fleiri myndum.

 

Stikk: