Jim Jarmusch til Íslands í lok júní – spilar á tónleikum

Hinn þekkti bandaríski kvikmyndaleikstjóri Jim Jarmusch er væntanlegur til Íslands nú í lok júní. Leikstjórinn, sem hefur áður heimsótt landið í tengslum við bíómyndir sínar, kemur nú í öðrum erindagjörðum en hann mun spila með hljómsveit sinni SQURL á tónlistarhátíðinni All Tomorrow’s Parties á Ásbrú í lok júní.

jarmush

 Hljómsveitin SQURL. Jim Jarmusch er lengst til vinstri

Í samtali við fulltrúa hátíðarinnar kemur fram að bíósalur verði á staðnum og annan daginn verði sýndar bíómyndir sem Jim Jarmusch velur, en hinn daginn verði sýndar bíómyndir sem hljómsveitirnar sem spila á hátíðinni velja.

Við munum birta lista yfir bíómyndirnar sem Jarmusch og hljómsveitirnar velja innan skamms hér á kvikmyndir.is

Allar nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér á Facebook síðu hátíðarinnar.