Jóhannes með hlutverk í „spin-off“ af Vikings

Afleggjari (e.  af Vikings í aðsigi

Jóhannes Haukur Jóhannesson og Álfrún Laufeyjardóttir eru á meðal leikenda í spennuþáttunum Vikings: Valhalla. Tökur hófust á Írlandi fyrr í vetur og er um að ræða afleggjara (e. spin-off) af hinni margverðlaunuðu þáttaröð Vikings.

Í þáttaröðinni stórvinsælu er fjallað um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Þættirnir koma úr smiðju virta höfundarins Michael Hirst og stendur hann einnig á bak við nýju seríuna.

Vikings: Valhalla gerist um hundrað árum eftir atburði hinna þáttanna og er að þessu sinni fjallað um Leif Eiríksson, Freydísi Eiríksdóttur, Vilhjálm 1. Englandskonung og Harald harðráða. Jóhannes fer með hlutverk Olafs Haraldsson, sem er eldri hálfbróðir Harald, sem leikinn er af Leo Suter.

Á vef IMDb kemur einnig fram að Álfrún Laufeyjardóttir sé á meðal leikenda í þáttunum en hefur það ekki fengist staðfest.

Með önnur hlutverk í þáttaröðinni fara Kenneth Christensen, Frida Gustavsson og David Oakes. Hermt er að Jóhannes komi fram tíu þáttum að minnsta kosti (af tuttugu-og-fjórum talsins) og bregður Álfrúnu fyrir í átta.

Á meðal leikstjóra sem koma að Vikings: Valhalla eru Steve Saint (sem hefur áður leikstýrt fjölda Vikings-þátta), Katheryn Winnick (sem hefur bæði leikstýrt áður þáttum seríunnar og farið með hlutverk Hlaðgerðar Loðbrókar) og BAFTA-verðlunahafinn Niels Arden Oplev, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Karlar sem hata konur frá 2009.

Þættirnir verða sýndir á Netflix á næsta ári.

Hér að neðan má sjá kollegana Jóhannes og Kenneth (sem margir þekkja úr Borgen og The Last Kingdom) í góðu stuði á Írlandi, en myndina birti Jóhannes á Instagram-síðu sinni í október síðastliðnum.