John Wick hitti Íslendinga beint í hjartastað

Hasarveislan John Wick Chapter 4 hitti íslenska bíógesti beint í hjartastað nú um helgina þegar 3.600 manns börðu myndina augum. Tekjur voru 6,5 milljónir króna.

John Wick býr sig undir að senda eitt af óteljandi fórnarlömbum sínum í kvikmyndinni nýju á fund skapara síns.

Toppmynd síðustu viku á íslenska bíóaðsóknarlistanum, Shazam! Fury of the Gods þurfti að gera sér annað sætið að góðu en íslenska myndin Á ferð með mömmu situr sem fastast í þriðja sæti listans.

Villibráðin langtekjuhæst

Sem fyrr er tekjuhæsta kvikmyndin á listanum íslenska kvikmyndin Villibráð en 113 milljónir króna hafa skilað sér þar í kassann frá því myndin var frumsýnd fyrir ellefu vikum síðan.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: