Kærastan rís upp frá dauðum! – Fyrsta stikla

Hvað gerir maður þegar kærastan deyr, en rís upp frá dauðum og vill halda áfram þar sem frá var horfið? Þetta er viðfangsefnið í nýrri gamanhrollvekju eftir Joe Dante, Burying The Ex, þar sem Anton Yelchin, sem leikur aðalhlutverkið, lendir í þessari óskemmtilegu aðstöðu.

burying

Allt gengur vel í fyrstu. Yelchin kynnist Ashley Greene og þau hittast á nokkrum stefnumótum. Þau byrja svo að búa saman og þá kemst hann að því að þau passa alls ekki nógu vel saman eftir allt saman. Kynlífið er hinsvegar mjög gott, og því togast þetta dálítið á í kollinum á Yelchin.

Það virðist því vera lán í óláni þegar Greene verður fyrir strætó og deyr, en þegar hún lifnar aftur við og rís úr gröfinni fer að versna í málunum á ný …

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er fyrsta mynd Dante frá árinu 2009 þegar hann gerði The Hole,  en hann sló í gegn með gamanhrollinum Gremlins fyrir þrjátíu árum síðan.

Aðrir helstu leikarar eru Alexandra Daddario og Oliver Cooper.

Myndin kemur í bíó síðar á þessu ári.