Komin í gamla Matrix formið

Í dag koma samtímis út á Netflix vídeóleigunni allir 12 þættirnir af nýjustu afurð ( The Matrix ) – Wachowski systkinanna Lana og Andy Wachowski, Sense8, en í þeim er ein af aðalpersónunum íslensk.

dj

Serían gerist víðsvegar um heiminn og er á heimspekilegum nótum, og fjallar um átta einstaklinga sem deila sömu vitund.

Í dómi um seríuna á Deadline kvikmyndavefnum segir að þættirnir taki sér sinn tíma í finna rétta tóninn „þó að Bollywood danssena og frábært hnefaleikaatriði hjálpi til.“

En í aðalatriðum segir gagnrýnandinn að systkinin virðist hafa fundið aftur sitt gamla form, eftir nokkrar misheppnaðar myndir, eins og Jupiter Ascending og Cloud Atlas. 

Á meðal helstu leikara eru gamla Splash stjarnan Daryl Hannah og Lost leikarinn Naveen Andrews. Þá leikur Tuppence Middleton íslenska plötusnúðinn Brian J.

Sjáðu sýnishorn úr myndinni og vídeógagnrýni Deadline.com hér fyrir neðan: