Krasinski hreifst af Cage myndinni og vildi leikstjórann

A Quiet Place: Day One leikstjórinn Michael Sarnoski segist hafa verið ráðinn að myndinni af því að handritshöfundurinn John Krasinski hreifst af Pig, eða Svíni, fyrstu kvikmyndinni sem Sarnoski gerði í fullri lengd. „John Krasinski sá Pig. Honum hlýtur að hafa líkað vel við myndina því hann hafði samband og sagði; „Hey, viltu koma með smá Pig áhrif inn í A Quiet Place?“

A Quiet Place: Day One er komin í bíó á Íslandi.

Pig (2021)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn7/10

Trufflusafnari sem býr einn í óbyggðum Oregon í Bandaríkjunum þarf að heimsækja fortíð sína í Portland til að finna svínið sitt eftir að því er stolið. ...

„Hann sagði mér að þau vildu að myndin væri forsaga sem gerðist í New York og ég fékk smá tíma til að hugsa málið og koma með hugmyndir,“ sagði Sarnoski við GamesRadar+.

Krasinski leikstýrði fyrstu tveimur A Quiet Place kvikmyndunum og skrifar nú handritið ásamt Scott Beck og Bryan Woods.

Í Pig leikur Nicolas Cage einsetumanninn Rob sem býr í kofa djúpt inni í óbyggðum Oregon fylkis, en neyðist til að fara inn í borgina til að bjarga ástkæru svíni sínu frá óþokkum.

Gagnrýnendur tóku myndinni vel en hún fékk þó litla dreifingu í kvikmyndahúsum.

A Quiet Place: Day One (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 84%

Þegar geimskrímsli sem veiða eftir hátíðnihljóðum ráðast á New York borg í Bandaríkjunum, reynir kona, Sammy að nafni, allt sem hún getur til að lifa af....

Meðal leikenda í A Quiet Place: Day One eru Pig leikarinn Alex Wolff ásamt Adam Arkin, Gretchen Corbett og Nina Belforte.

Gáfu grænt ljós

„Ég komst að þeirri niðurstöðu að vinna með persónuna Sam, og kynnti þá hugmynd og sögu fyrir John og svo Paramount framleiðslufyrirtækinu. Þau gáfu grænt ljós sem var mjög svalt. Þetta var þægilegra ferli en ég bjóst við. Ég held að Krasinski hafi einfaldlega líkað vel við Pig og viljað að ég gerði þetta.“

Sem fyrr sagði er þetta önnur mynd Sarnoski í fullri lengd, en hann er einnig meðal handritshöfunda.
Í myndinni kynnumst við Sam, sem Lupita Nyong’o, leikur og kettinum hennar Frodo, þar sem þau koma til New York borgar í stutta ferð. Það breytist hinsvegar, auðvitað, þegar blóðþyrst skrímsli sem veiða eftir hátíðnihljóðum, koma inn í borgina og rústa henni. Í eftirleiknum hittir Sam Eric, sem Joseph Quinn leikur, og þau bindast traustum böndum.

Var stoð og stytta

Sarnoski segist halda að það hafi verið mikilvægt fyrir Krasinski að hleypa öðrum kvikmyndagerðarmanni inn í þennan „sandkassa“ og gefa honum frelsi til að gera það sem hann vildi. „Þannig að aðallega, þá var hann mikil stoð og stytta og ítrekaði við mig; „Þetta á að vera Michael Sarnoski kvikmynd, láttu vaða og ekki láta neitt takmarka þig,“ og þetta var eitthvað sem ég hafði einmitt vonast eftir,“ segir Sarnoski að lokum.