Leikstjóri Notting Hill og Morning Glory látinn

Kvikmyndagerðarmaðurinn Roger Michell er lát­inn 65 ára að aldri. Talsmaður leikstjórans greindi frá and­láti hans í dag en Michell lést í gær, miðviku­dag. Ekki hef­ur þó verið greint frá dánar­or­sök.

Á löngum ferli kom Michell víða við og vann með fjölmörgum stórleikurum, en hans þekktasta kvikmynd er án efa Nott­ing Hill með Juliu Roberts og Hugh Grant.

Umrædd gamanmynd er ein sölu­hæsta róm­an­tíska gam­an­mynd sem fram­leidd hef­ur verið í Bretlandi, en auk hennar leik­stýrði Michell kvikmyndunum Changing Lanes, Venus, Blackbird, Hyde Park on the Hudson og Morn­ing Glory með þeim Harri­son Ford, Dia­ne Keaton og Rachel McA­dams í aðal­hlut­verki.

Michell fædd­ist í Suður Afr­íku en faðir hans var bresk­ur. Fjöl­skyld­an flutt­ist seinna til Bret­lands. Hann menntaði sig í Cambri­gde há­skóla og var aðstoðarleik­stjóri í Royal Court Theather um tíma.

Leikstjórinn læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn, Harry, Rosie, Maggie og Sparrow sem hann átti með tveim­ur fyrr­ver­andi eig­in­konum sín­um Kate Buf­fery og Önnu Maxwell Mart­in.