Lúðafélagið hittir trúðinn

Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni IT sem byggð er á bók rithöfundarins Stephen King, sló met þegar hún var frumsýnd fyrir rúmum mánuði síðan, en horft var á hana 197 milljón sinnum á YouTube á einum sólarhring, og sló þar með met sem Fast and Furious 8 hafði sett skömmu áður.

Nú er komin út ný stikla, en í henni er löng sena með lúðafélaginu, eða The Loser Club, þar sem félagið er að rannsaka ræsi, í leit að týndum vini sínum.

Í stiklunni fáum við einnig að sjá trúðsandlitið á Pennywise í túlkun Bill Skarsgård, en djöfullegt andlit hans birtist undan rauðri blöðru.

Eftir sýningu fyrstu stiklunnar reiddist trúðasamfélagið og taldi að kvikmyndin myndi sverta ímynd atvinnutrúða, og myndi skaða trúðafagið á heimsvísu.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: