Mauramaðurinn vinsælastur á Íslandi

Ant-Man and the Wasp: Quantumania, eða Mauramaðurinn og Vespan: Skammtaæðið í lauslegri íslenskri snörun, kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um helgina og sló við toppmynd síðustu viku, Napóleonsskjölunum, eftir Óskar Þór Axelsson.

Ant-Man and the Wasp: Quantumania (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 46%

Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst....

Mauramaðurinn er ný á lista ásamt 100% Úlfur og A Man Called Otto sem enduðu í sjötta og sjöunda sæti listans.

Marvel ævintýrið var vinsælt um helgina.

Paul Rudd og félagar í Marvel myndinni náðu í nærri tíu milljónir króna í miðasölunni og meira en fimm þúsund manns mættu í bíó til að sjá ævinýrið.

Tekjur Napóleonsskjalanna í öðru sætinu voru um fimm milljónir króna en samtals eru tekjur myndarinnar frá frumsýningu nú rúmar 38 milljónir króna.

Styttist í 100 milljónirnar

Í þriðja sætinu situr önnur íslensk mynd, fyrrum toppmyndin Villibráð en tekjur hennar um helgina voru rúmar fjórar milljónir.

Samtals hefur Villibráð nú aflað 99,5 milljóna króna og því er farið að styttast í 100 milljóna króna markið!

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: