Mel Gibson í harðsoðnu sumarfríi

Heimsþekkti leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur fengið allt nema hlýjar viðtökur síðan á síðasta ári og átti myndin The Beaver erfitt með markaðsettningu sína í kjölfar þess. Nýi harðsoðna spennumyndin hans How I Spent My Summer Vacation virðist einnig hafa átt við sömu erfiðleika að stríða miðað við að myndin var tekin upp árið 2009 og hefur setið á hillunni í tvö ár.

Myndin fjallar um þekktan glæpamann sem er gómaður í Mexíkó og skellt í steininn þar, en með hjálp níu ára drengs lærir hann að lifa af kaldrifjaða lífið innan fangelsismúranna. Það kemur eiginlega á óvart að þetta sé ekki hin týpíska hefndarmynd sem hann er kenndur við en ætli hann Liam Neeson hafi ekki bara toppað formúluna í Taken? Meðfylgjandi er fyrsta plakat myndarinnar og það er spurning um hvort það hefði mátt spara appelsínugula litinn:

Myndin er væntanleg í mars á næsta ári en þetta er fyrsta mynd leikstjórans Adrian Grunberg sem hefur hingað til unnið sem aðstoðarleikstjóri á virtum spennu- og glæpamyndum. Að sjálfsögðu er Mel Gibson einn af handritshöfundum myndarinnar.