Mel Gibson staðfestur í The Expendables 3

madmax2Bandaríski leikarinn Mel Gibson hefur bæst í hóp Sylvester Stallone, Wesley Snipes, Nicolas Cage, Jackie Chan og Milla Jovovich í framhaldsmyndinni The Expendables 3, sem Patrick Hughes mun leikstýra. Handritið skrifar sjálfur Stallone.

Stallone hefur verið duglegur að gefa aðdáendum upplýsingar á samskiptarsíðunni Twitter. Í gær skrifaði hann „Mad Max vs Barney Ross“ og vísar hann þar í hlutverk Gibson í samnefndri mynd. Barney Ross er að sjálfsögðu tilvísun í hlutverk Stallone í The Expendables. Ekki er nákvæmlega vitað hvaða hlutverk Gibson mun fara með í myndinni, þó margir vilja meina að hann verði illmennið.

tweet

The Expendables 3 er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst á næsta ári.