Miðnætursýning – Suicide Squad frumsýnd

Á morgun verður heimsfrumsýning hér á landi á ofurhetjumyndinni Suicide Squad, en þeir sem vilja sjá myndina á undan öðrum geta mætt á miðnætursýningu í kvöld í Smárabíói, sem hefst kl. fimm mínútur yfir tólf, eða 00.15.

suicide

Í Suicide Squad taka skúrkar í lurginn á öðru skúrkum, eins og segir í tilkynningu frá Senu, en Suicide Squad er sérsveit, skipuð verstu hetjum í heiminum. Leynileg ríkisstofnun býður hæfileikaríkum illmennum styttri fangelsisdóma í skiptum fyrir að leysa hættuleg verkefni sem lögreglan kærir sig ekki um.

Aðalhlutverk: Margot Robbie, Will Smith, Jared Leto, Ben Affleck, Cara Delevingne, Scott Eastwood, Jai Courtney og Joel Kinnaman

Leikstjórn: David Ayer

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Suicide Squad verður heimsfrumsýnd á Íslandi og fimm öðrum löndum. Þeir sem mæta á frumsýninguna verða því á meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til að sjá þessa umtöluðu mynd.

– Leikstjóri Suicide Squad, David Ayer á m.a. að baki myndirnar End of Watch og Fury auk þess sem hann skrifaði handrit myndanna Training Day, S.W.A.T. og fyrstu Fast and the Furious-myndarinnar.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan til að hita upp fyrir myndina: