Myndir mánaðarins - Desember 2017 - Bíó

6 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Nýjasta teiknimyndin frá Pixar- Disney, Coco , sem frumsýnd var helgina áður en þetta blað kom út hefur hlotið algjörlega frábæra dóma og er víða sögð besta Pixar-mynd sem gerð hefur verið. Þar með er mikið sagt enda hafa flestar Pixar-myndirnar verið góðar eins og allir vita og það þurfti að klífa háan múr til að slá við t.d. Toy Story -myndunum, Finding Nemo , The Incredibles og fleirum. En það virðast snillingarnir hjá Pixar nú samt sem áður hafa gert með Coco . Þá er vert að nefna myndina Wonder í þessu sambandi en hún var einnig frumsýnd helgina áður en þetta blað kom út og hefur líka verið að fá ákaflega góða dóma og mun betri en menn þorðu að vona. Sérstaklega þykir hinn ungi Jacob Tremblay fara á kostum í aðalhlutverkinu og það er nokkuð ljóst að þar er á ferðinni ein af stór- stjörnum framtíðarinnar. Þessar tvær myndir, Coco og Wonder, eiga það líka sameiginlegt að vera afar fjölskylduvænar og viljum við hér á Myndum mánaðarins hvetja sem flest kvikmyndaáhugafólk til að sjá þær báðar á stórum tjöldum í bíó. Það er ekki hægt að neita því að af mörgum áhugaverðum myndum desembermánaðar bíði fólk í kvik- myndabransanum hvað spenntast eftir nýju Star Wars -myndinni, The Last Jedi sem frumsýna á um allan heim á sama tíma um miðjan mánuðinn. Ekki bara snýst spennan um að vita í hvaða átt sagan mun þróast (því er lofað að það muni koma á óvart) heldur einnig um hvort myndin muni ná að slá ótrúlegt aðsóknarmet The Force Awakens sem byrjaði með látum í desember 2015 þegar miðar á hana seldust fyrir meira en 305 milljónir dollara á frumsýningarhelginni. Hún rauk síðan upp í að verða þriðja vinsælasta bíómynd allra tíma á eftir Titanic og Avatar . Þeir bjartsýnustu eru farnir að spá því að The Last Jedi slái met The Force Awakens og ef það gerist verður hún líka komin ansi nálægt því að ná öðru sætinu af Titanic á listanum yfir vinsælustu myndir sögunnar. Aðdáendur leikstjórans og handritshöfundarins Quentins Tarantino hafa allt síðan síðasta mynd hans The Hateful Eight var frumsýnd beðið spenntir eftir að vita um hvað næsta og níunda mynd hans muni snúast. Sögusagnir um að sagan sé um Charles Manson og morðgengi hans hafa verið nokkuð háværar en á dögunum var leyndinni aflétt, a.m.k. að hluta til. Myndin gerist vissulega á sama tíma og gengi Charles Manson myrti Sharon Tate, eiginkonu Romans Polanski í ágúst 1969, en aðalsöguhetjurnar eru tveir leikarar sem eru að reyna að komast að í kvikmyndabransanum og hafa ekkert með Manson að gera þótt Sharon sé vissulega ein af persónum myndarinnar líka. Þess má geta varðandi leikaraval að sögusagnir herma að Tarantino hafi hug á að fá þá Brad Pitt og Tom Cruise í aðalkarlhlutverkin og það bendir margt til að hann sé þegar búinn að fá Margot Robbie til að taka að sér að leika Sharon Tate. Við sögðum dálítið frá myndinni A Wrinkle in Time í síðasta blaði þar sem við hvöttum ævintýra- unnendur til að skoða stikluna. Þar sem glæný og enn betri stikla var frumsýnd rétt áður en þetta blað fór í prentun viljum við endurtaka þá hvatningu hér, en myndin gæti orðið ein sú vinsælasta á næsta ári. Við höfðum líka orð á því í síðasta blaði hversu upptekinn Dwayne Johnson væri við gerð nýrra mynda og höfðum auðvitað vart sleppt blaðinu í prentun þegar fyrsta stiklan úr einni af þessum mynd- um var frumsýnd. Hún nefnist Rampage og er eftir Brad Peyton, þann sama og gerði myndirnar San Andreas og Journey 2: The Mysterious Island sem báðar voru með Dwayne í aðalhlutverki. Rampage er ævintýramynd sem sækir innblásturinn í samnefndan tölvuleik frá níunda áratugnum og segir frá dýrasérfræðingnum Davis Okoye (Dwayne Johnson) sem í starfi sínu hefur náð miklum árangri í að ná sambandi við hin ýmsu dýr, en ekkert samt eins og górilluna George. Þegar vondir menn gera ólöglega tilraun með þeim afleiðingum að George og önnur dýr í skóginum byrja að stækka upp úr öllu valdi án þess að við verði ráðið þróast málin upp í allsherjar upplausn því hin risavöxnu dýr byrja að ráðast á borgir og taka bókstaflega við að mylja þær mélinu smærra. Kíkið endilega á viðburðaríka stikluna! Nýlega var tilkynnt um gerð tveggja nýrra ofurhetjumynda sem byggja á DC-ofurhetjum, annars vegar um mynd sem heitir The Batman og hlýtur því að fjalla um Batman enda með Ben Affleck í aðalhlutverki eftir því sem við vitum best og síðan um myndina Deathstroke sem er nefnd eftir samnefndri ofurhetju, en hún var stuttlega kynnt til sögunnar í Justice League eins og þeir vita sem horfðu á þá mynd allt til enda kreditlistanna og er leikin af Joe Manganiello. Joe mun einnig leika Deathstroke í fyrrnefndu myndinni og sennilega tengjast þær myndir því eitthvað innbyrðis, en þar sem við höfum nánast engar nánari upplýsingar um þessar myndir bíðum við með allar spekúlasjónir þangað til við vitum meira. Þess má þó geta að sagt er að Matt Reeves ( War for the Planet of the Apes ) muni leikstýra The Batman og að Gareth Evans ( The Raid ) muni leikstýra Deathstroke . Og talandi um væntanlegar ofur- hetjumyndir sem byggðar eru á karakterum frá DC-Comics má geta þess að í næstu Suicide Squad - mynd, sem á að vera tilbúin eftir eitt og hálft ár, mun ofurhetjan Black Adam að öllum líkindum koma fram og þá sem undanfari sérmyndar sem til stendur að gera um hann og frumsýna árið 2021. Hermt er að verið sé að reyna að fá Dwayne Johnson til að leika Black en það er enn bara orðrómur. Það er vert að benda áhugafólki um einstaklega góðar „coming of age“-myndir, eða uppvaxtarmyndir eins og við höfum stundum kallað myndir um ungt fólk sem er að reyna að höndla það að verða fullorðið, að myndin Lady Bird eftir Gretu Gerwig er nú umtöluð sem besta þannig mynd ársins 2017 og að margra mati ein besta þannig mynd allra tíma. Myndin hefur hingað til eingöngu verið sýnd á kvikmyndahátíðum og hlotið þar frábæra dóma og ótal verðlaun ekki síst Saoirse Ronan fyrir leik sinn í titilhlutverkinu. Þess utan eru nú góðar líkur taldar á því að Greta verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórnina og ef það gerist yrði það í fjórða sinn sem kona er tilnefnd til Óskars fyrir leikstjórn. Ekki þykir handritið síðra en það er einnig skrifað af Gretu og setur t.d. Adam Clayton hjá awardscircuit. com það í fyrsta sæti yfir þau handrit sem hann spáir að fái

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=