Myndir mánaðarins - Desember 2017
16 Myndir mánaðarins Úrslitaleikurinn á Wimbledon-tennismótinu í London 5. júlí 1980 er einn mest spennandi íþróttaviðburður sögunnar en í honum mættust hinn rólyndi Svíi Björn Borg og hinn skapstóri Bandaríkjamaður John McEnroe. Hér fá áhorfendur að kynnast forsögunni að þessum magnaða úrslitaleik á Wimbledon-mótinu árið 1980 og um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að ná upp á toppinn í tennis- heiminum, en þeir Björn Borg og John McEnroe þóttu eins ólíkar manngerðir og hugsast gat. Myndin er afar sannferðug í alla staði, frábærlega sviðsett og leikin, auk þess sem hún varpar ljósi á hluti sem hafa verið á fárra vitorði hingað til, sérstaklega hvað varðar tengsl þeirra Björns og Johns utan sviðsljóssins ... Sannsögulegt Borg vs. McEnroe Viðureignin sem enginn gleymir 1. desember Shia LaBeouf og Sverrir Guðnason þykja báðir alveg frábærir í hlutverk- um Johns McEnroe og Björns Borg. Aðalhlutv.: Shia LaBeouf, Sverrir Guðnason og Stellan Skarsgård Leikstjórn: Janus Metz Útgefandi: Sena Punktar ............................................................................................ l Þeir Björn Borg og John McEnroe höfðu fyrir úrslitaleikinn á Wimbledon 1980 mæst sjö sinnum áður á tennismótum og var staðan í innbyrðis viðureignum þeirra 4-3 fyrir Borg. Alls mættust þeir síðan 22 sinnum á ferlinum ef öll mót eru talin með, svo og sýningarleikir, og unnu hvor um sig ellefu leiki. Vegna þess hversu ólíkar persónur þeir voru, Borg þessi rólega og yfirvegaða týpa á meðan McEnroe var afar skapbráður og frægur fyrir útistöður sínar og háværar deilur við dómara á leikjum sínum, var fljótlega byrjað að tala um að viðureignir þeirra væru eins og barátta á milli íss og elds. 107 mín VOD HHHH - CineVue HHHH - Total Film HHH 1/2 - Variety HHH - Empire HHH - Hollywood Reporter HHH - Screen HHH - Time Out Borg vs. McEnroe – Tulip Fever Þegar hinn auðugi Cornelis Sandvoort ræður ungan listmálara til að mála mynd af sér og eiginkonu sinni, hinni ungu ogmunaðarlausu Sophiu, hefst óvænt ástarævintýri sem breytist brátt í afdrifaríkan blekkingarleik. Tulip Fever er eftir verðlaunaleikstjórann Justin Chadwick en handritshöfundur er Tom Stoppard sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handritið að Shakespeare in Love og skrifaði einnig m.a. handrit myndanna Brazil og Empire of the Sun . Alicia Vikander leikur hér hina munaðarlausu Sophiu sem telst heppin þegar hinn auðugi Cornelis Sandvoort (Christoph Waltz) tekur hana sér fyrir konu. Þegar Cornelis ákveður að láta mála mynd af þeim hjónum og ræður til verksins ungan listmálara að nafni Jan Van Loos (Dane DeHaan) vandast málin því Jan verður þegar ástfanginn af hinni fögru Sophiu – og setur í gang óvænta atburðarás ... Rómantík / Drama Tulip Fever Ást, svik og blekking – og túlípanar 1. desember Christoph Waltz leikur hinn auðuga Cornelis Sandvoort og Alicia Vikander leikur eiginkonu hans, hina ungu og fögru Sophiu. Aðalhlutv.: Alicia Vikander, Dane DeHaan og Christoph Waltz Leikstjórn: Justin Chadwick Útgefandi: Sena Punktar ............................................................................................ l Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu enska rithöfundarins Deboruh Moggach, en hún skrifaði m.a. einnig bókina These Foolish Things sem hin skemmtilega mynd The Best Exotic Marigold Hotel var gerð eftir. l Heiti myndarinnar er vísun í „túlípanaman- íuna“ svonefndu sem gekk yfir Holland á fyrri hluta sautjándu aldar og segja má að sé ein fyrsta þekkta efnahagsbólan í sögunni. l Þótt Tulip Fever sé að grunni til rómantísk ástarsaga inniheldur hún bæði góðan húm- or, mikla spennu og bráðsniðugar söguflétt- ur sem renna saman í eina heild í lokin. 105 mín VOD HHH 1/2 - New York Observer HHH 1/2 - Entertainment Weekly
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=