Myndir mánaðarins - Desember 2017

18 Myndir mánaðarins Hneturánið 2 Teiknimynd Stöndum saman! Teiknimynd með íslensku tali Höfundar: Cal Brunker, Bob Barlen, og Scott Bindley Útgefandi: Sena 91 mín 1. desember Íkorninn Surlí og hin dýrin í Eikarbæ hafa haft það gott frá því við hittum þau í samnefndri mynd árið 2014. Nú er tilveru þeirra hins vegar ógnað þegar borgarstjórinn í Eikarbæ ákveður að ryðja burt almenningsgarðinum sem þau búa í og nota svæðið í staðinn undir skemmtigarð. Það má auðvitað ekki gerast en hvað geta Surlí og hin dýrin gert í málunum? Teiknimyndin Hneturánið sem var frumsýnd sumarið 2014 kynnti til sögunnar íkornann snjalla, Surlí, sem er reyndar líka dálítill klaufi á köflum og frekar óheppinn í ofanálag. Surlí á sér tvö áhugamál, annars vegar hnetur og hins vegar fleiri hnetur, og það gerir hann ekki bara að sérfræðingi í hnetum heldur einnig að sérfræðingi í alls kyns hnetureddingum. En ef áætlun borgarstjórans gengur eftir sér Surlí fram á alvarlegan hnetuskort og því verður hann nú að leggja áhugamálin til hliðar og einbeita sér í staðinn að því að fá hin dýrin í garðinum, þar ámeðal skapstórumúsina Feng, til að sam- einast í baráttunni við jarðýturnar – áður en það verður of seint. Hneturánið 2 Punktar .................................................... l Hneturánið 2 er að sjálfsögðu talsett á íslensku og eru það þau Magnús Jónsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Orri Huginn Ágústsson, Viktor Már Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson, Ævar Þór Benediktsson, Vaka Vigfúsdóttir, Selma Björnsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Albert Halldórsson sem tala fyrir persónurnar, en leikstjóri talsetningar var Tómas Freyr Hjaltason. DVD VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=