Myndir mánaðarins - Desember 2017

19 Myndir mánaðarins 1. desember 99 mín Aðalhlutv.: Chris Mason, Hannah Britland og Lucien Laviscount Leikstj.: James Marquand Útg.: Myndform VOD Rómantík / Drama Ryan er ungur rithöfundur í ástarsorg semer auk þess í ströggli við að ljúka við sína aðra bók áður en fresturinn til að skila henni til útgefandans rennur út. Þegar hann hittir hina jarðbundnu Önnu flækjast mál hans enn frekar. Between Two Worlds er raunsæ ástarsaga sem gerist í hringiðu Lundúna og þykir bæði lýsa lífinu þar vel, ekki síst skemmtanalífinu, svo og ströggli fólks á þrítugs- aldri sem er að reyna að finna einhverja trausta fótfestu í lífinu. Þau Chris Mason og Hannah Britland, sem eru meðal efnilegustu leikara Breta, þykja sýna ákaflega næman og góðan leik og smellpassar myndin fyrir þá sem kunna að meta sögur úr raunveruleikanum þar sem tekist er á við mál sem flestir ættu að kannast við. Between TwoWorlds Sumt gengur upp, sumt gengur miður Það eru Hannah Britland og Chris Mason sem leika ástfangna parið Önnu og Ryan. l Sá sem leikur einn félaga Ryans, John, er Elliot John Gleave semer betur þekktur sem breski rapparinn Example, og er þetta hans fyrsta hlutverk í bíómynd. Punktar ............................................................................................ Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa umævintýri sex fjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, upp- eldisföður þeirra, honum Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum einhleypa Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina gagnvart uppátækjum íkornakrakkanna sinna og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ Barnaefni Alvinnn!!! og íkornarnir Teiknimyndasyrpa – sjöundi hluti með sjö þáttum 1. desember Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform 88 mín VOD Between Two Worlds – Alvinnn!!! og íkornarnir HHHH - Total Film

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=