Myndir mánaðarins - Desember 2017
34 Myndir mánaðarins The Limehouse Golem Morðgáta Miklu, miklu meira en morð Aðalhlutverk: Bill Nighy, Olivia Cooke, Douglas Booth, Daniel Mays, María Valverde, Eddie Marsan og Sam Reid Leikstjórn: Juan Carlos Medina Útgefandi: Myndform 109 mín Veistu svarið? Sagan í The Limehouse Golem sækir innblásturinn í hina óráðnu morðgátu sem kennd hefur verið við Jack the Ripper en var á sínum tíma ætíð nefnd eftir hverfinu semmorðin voru framin í. Hvaða hverfi er það og hvað var sá morðingi upphaflega kallaður? Whitechapel, og morðinginn var kallaður Whitechapel-morðinginn. 15. desember Punktar .................................................... l Í The Limehouse Golem koma að minnsta kosti þrjár raunverulegar samtímapersónur við sögu, þ.e. Karl Marx, rithöfundurinn George Gissing og Dan Leno sem á þessum árum var einn þekktasti og vin- sælasti gamanleikari Breta og er reyndar ein af aðalpersónunum í myndinni. Hann er hér leikinn af Douglas Booth. l Þetta er önnur mynd leikstjórans Juans Carlos Medina í fullri lengd eftir myndina Painless árið 2012. Handritið er eftir Jane Goldman semm.a. skrifaði handritin að Stardust , Kick-Ass og Kingsman -mynd- unum ásamt leikstjóranum Matthew Vaughn, og myndunum The Woman in Black og Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children . Þegar nokkur hrottaleg morð setja samfélagið í Limehouse- hverfinu í London á annan endann er Scotland Yard-lögreglu- manninum John Kildare falið til að komast að sannleikanum og finna morðingjann. En þetta er engin venjuleg morðgáta. The Limehouse Golem er byggð á sögulegri skáldsögu hins marg- verðlaunaða rithöfundar, sagnfræðings og ævisöguritara Peters Aykroyd, Dan Leno and the Limehouse Golem , sem var einnig gefin út undir heitinu The Trial of Elizabeth Cree . Hér bregður hann sér til Lundúna í upphafi níunda áratugar 19. aldar, nokkrum árum áður en Jack the Ripper lét á sér kræla, og leggur fyrir okkur morðgátu þar sem hlutirnir eru sannarlega ekki eins og þeir sýnast í fyrstu. Það er hinn skemmtilegi leikari Bill Nighy sem leikur John Kildare rannsóknarlögreglumann hjá Scotland Yard sem er staðráðinn í að ráða gátuna. Hann telur sig kominn á slóðina þegar eitt morð í viðbót er framið og verður til þess að gjörbreyta sýn hans á málið ... Bill Nighy leikur rannsóknarlögreglumanninn John Kildare. The Limehouse Golem Myndin gerist í Limehouse-hverfinu í London upp úr 1880 og hér ráð- færir rannsóknarlögreglumaðurinn John Kildare sig við einn af helstu aðstoðarmönnum sínum, George Flood, sem Daniel Mays leikur. Nokkrir af öðrum helstu leikurunum í The Limehouse Golem eru María Valverde, Sam Reid, Douglas Booth, Olivia Cooke og Eddie Marsan. HHHH - Telegraph HHHH - Time Out HHHH - Total Film HHHH - Guardian HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Los Angeles Times VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=