Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Nú árið er liðið ... Leikbræður ársins Skarsgård-bræðurnir Gustaf, Bill og Alexander hljóta útnefninguna leikbræður ársins að þessu sinni en þeir eru eins og allir vita synir Stellans Skarsgård. Allir hafa þeir bræður slegið hressilega í gegn á undanförnum árum, nú síðast Bill sem lék trúðinn Pennywise í It og mun leika hann á ný í framhaldsmyndinni sem áætlað er að kom í bíó í september 2019. Gustaf mun halda áfram að leika Loka í Vikings -þáttunum og Alexander er með margar áhugaverðar myndir í pípunum. Þess má geta fyrir þá sem ekki vita að þeir bræður eiga þrjú alsystkini, Valter, Sam og Eiju, og tvo hálfbræður, Kolbjörn og Ossian. Innáskipting ársins Útnefningu fyrir bestu innáskiptingu ársins fá Ridley Scott og aðrir aðstandendur myndarinnar All the Money in the World fyrir að hafa með skömmum fyrirvara ákveðið að henda öllum atriðunum sem Kevin Spacey hafði leikið í í myndinni og fá Christopher Plummer til að leika John Paul Getty í stað hans. Skiptingin gekk fullkomlega upp og er Christopher nú tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn og gæti allt eins hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna líka. Brúðhjón ársins Það kom engum á óvart að stór- stjörnurnar Alicia Vikander og Michael Fassbender skyldu láta pússa sig saman á árinu en þau kynntust og hófu samband sitt þegar þau léku saman í mynd- inni The Light Between Oceans árið 2014 og hafa verið svo gott sem óaðskiljanleg síðan. Brúðkaupið fór fram 14. október á Ibiza en því var haldið svo kirfilega leyndu að ekki einn einasti blaðamaður vissi af því fyrr en daginn eftir. Þess má til gamans geta að þau Kate Mara og Jamie Bell hlutu einnig tilnefningu til titilsins að þessu sinni, svo og þau Dave Franco og Alison Brie, en eftir mikla og spennandi baráttu urðu þau sem sagt að lúta í lægra haldi fyrir Aliciu og Michael. Skilnaðir ársins Árið 2017 reyndist líka árið sem sambandið dó endanlega hjá nokkr- um þekktum leikarahjónum og eftir að hafa skoðað málið ákváðum við að víkja frá reglunni og útnefna að þessu sinni tvo skilnaði sem skilnaði ársins í stað eins eins og verið hefur. Sá fyrri var opinberaður 26. maí þegar þau Ben Stiller og Christine Taylor tilkynntu að þau hefðu ákveðið að fara hvort sína leið eftir átján ára hjónaband og sá seinni þann 9. ágúst þegar svipuð tilkynning barst frá þeim Chris Pratt og Önnu Faris, en þau höfðu verið gift í átta ár. Börn ársins Börn ársins að þessu sinni eru auðvitað tvíburarnir sem þau George Clooney og eiginkona hans, Amal Alamuddin, eignuðust 6. júní og hlutu þegar nöfnin Ella og Alexander. Þau hjón hafa ákveðið að birta engar myndir af tvíburunum opinberlega, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, og hafa gætt þess vandlega að paparazzar næðu ekki myndum af þeim. Það hefur ekki alveg tekist en þær myndir sembirst hafa eru bæði brot á friðhelgi hjónanna og svo lélegar að auki að þær verðskulda ekki birtingu. Þess í stað birtum við meðfylgjandi mynd sem tekin var 24. febrúar þegar meðgangan var rúmlega hálfnuð. Þess má til gamans geta að þar með er George búinn að brjóta bæði loforðin sem hann gaf út opinberlega árið 1994 og endurtók margoft, þ.e. að hann myndi „aldrei kvænast og aldrei eignast börn“. Hann tók í framhaldinu mörgum veðmálum frá kollegum sínum sem sögðu að hið gagnstæða myndi gerast, þar á meðal frá þeim Nicole Kidman og Michelle Pfeiffer eins og frægt varð á sínum tíma. George hafa nú verið fyrirgefin þessi loforðasvik og hafa öll veðmál verið dregin til baka.
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=