Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó

39 Myndir mánaðarins Call Me by Your Name Upplifðu augnablikið Aðalhlutverk: Armie Hammer, Timothée Chalamet, Michael Stuhl- barg, Amira Casar og Esther Garrel Leikstjórn: Luca Guadagnino Bíó: Háskólabíó, Bíó Paradís og Borgarbíó Akureyri 132 mín Homeland. Frumsýnd 26. janúar l Call Me by Your Name hefur hlotið fimm stjörnu dóma hjá flestum gagnrýnendunum á Metacritic og er þar með 9,5 í meðaleinkunn sem er auðvitað einstakur árangur. Þeir Armie Hammer og Timo- thée Chalamet eru báðir tilnefndir til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni og hún sjálf sembestamynd ársins. Líklegt þykir að myndin hljóti sömu tilnefningar til Óskarsverðlauna og jafnvel fyrir leikstjórn Luca Guadagnino og handrit James Ivory. Elio Perlman er sautján ára piltur sem býr í átjándu-aldar villu á Norður-Ítalíu ásamt vel stæðum foreldrum sínum og eyðir tímanum í tónlistar- og bókmenntanám á milli þess sem hann skemmtir sér með bestu vinkonu sinni, Marziu. Þegar aðstoð- armaður föður hans, Oliver, kemur til nokkurra vikna dvalar í villunni á heimsókn hans eftir að breyta lífi Elios til framtíðar. Call Me by Your Name, sem er byggð á samnefndri verðlaunaskáld- sögu bandaríska rithöfundarins Andrés Aciman, þykir einstök kvik- myndaperla frá öllum sjónarhornum séð, fyndin, ljúf og svo áhrifarík að bæði sagan sjálf og persónur hennar munu lifameð áhorfendum í mörg ár. Við viljum hér með skora á allt kvikmyndaáhugafólk að láta þessa frábæru mynd ekki fram hjá sér fara, en hún inniheldur líka einhver áhrifaríkustu sögulok sem fólk hefur upplifað í bíómynd. Michael Stuhlbarg, Timothée Chalamet og Armie Hammer í hlut- verkum sínum í myndinni, en Michael leikur föður Timothées. Þeir Armie Hammer og Timothée Chalamet þykja sýna einstakan leik í Call Me by Your Name , en þessi mynd var tekin af þeim ásamt leikstjóranum Luca Guadagnino á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Call Me by Your Name Call Me by Your Name er tekin upp á norðanverðri Ítalíu, í Crema, Bergonia og Sirmione og ægifögru fjallahéraðinu þar um slóðir. Drama / Rómantík Punktar .................................................... Veistu svarið? Það þekkja sennilega fáir Íslendingar til leikarans Timothées Chalamet enda eru bara fjögur ár liðin síðan hann lék í sinni fyrstu bíómynd eftir að hafa vakið athygli í þekktum sjónvarpsþáttum þar sem hann lék persónuna Finn Walden. Hvaða þáttum? HHHHH - Variety HHHHH - R. Stone HHHHH - Indiewire HHHHH - R. Ebert HHHHH - L.A. Times HHHHH - Empire HHHHH - Guardian HHHHH - Telegraph HHHHH - Screen HHHHH - Time Out HHHHH - Total Film HHHHH - Slate

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=