Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó

6 Myndir mánaðarins Bestu myndir ársins? Eins og áður snúast áramótin og janúar- mánuður í kvikmyndaheiminum að stóru leyti um að gera upp árið sem er nýliðið og heiðra þá og þær sem þóttu skara fram úr á sínum sviðum innan kvikmyndageirans, hvort sem þau stóðu fyrir framan eða aftan vélarnar. Um leið eru kvikmyndirnar sjálfar vegnar og metnar af hinum ýmsu fag- og áhugasamtökum, gagnrýnendum og al- mennu áhugafólki sem reyna síðan að komast að niðurstöðu um hver sé besta mynd ársins. Í þeimefnumsýnist að sjálfsögðu sitt hverjum enda er smekkur fólks eins misjafn og það er margt auk þess semgóðumyndirnar eru bara svo margar að það er í raun útilokað að það sé hægt að gera upp á milli þeirra þannig að sanngjarnt sé í öllum tilfellum. Samt er það nú gert og eins og alltaf eru það stóru verð- launahátíðirnar þrjár sem fá mesta athygli, þ.e. Golden Globe-verðlaunin, bresku BAFTA- verðlaunin og svo Óskarsverðlaunin sjálf sem að þessu sinni verða afhent sunnudaginn 4. mars en tilnefningar til þeirra verða gerðar opinberar 23. janúar. Tilnefningar til BAFTA- verðlaunanna verða hins vegar ljósar 10. janúar og fer sú verðlaunaafhending fram sunnudaginn 12. febrúar. Þann 7. janúar verður Golden Globe-hátíðin haldin með pompi og prakt á Hilton-hótelinu í Beverly Hills. Það er spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers sem verður kynnir hátíðarinnar í fyrsta sinn og heiðursgestur að þessu sinni er Oprah Winfrey sem veitir Cecil B. DeMille- verðlaununum viðtöku fyrir framlag sitt til kvikmyndaiðnaðarins. Tilnefningarnar til verðlaunanna voru gerðar kunnar fyrir jól, en Golden Globe-verðlaunahátíðin er eins og flestir vita ólík bæði BAFTA- og Óskars- hátíðinni að því leyti að á henni fá tvær myndir verðlaun sem besta mynd ársins, annars vegar í flokki dramamynda og hins vegar í flokki gaman- eða tónlistarmynda. Í þessum flokkum var það að þessu sinni myndin The Shape of Water sem fékk flestar tilnefningar, sjö talsins, en fyrir utan að vera tilnefnd sem besta myndin er hún einnig tilnefnd fyrir handritið, tónlistina, leikstjórn, besta leik í aukahlutverkum karla og kvenna og fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. The Post fékk sex tilnefningar, þ.e. sem besta mynd ársins, fyrir handrit, leikstjórn, tónlist og fyrir besta leik í aðalhlutverkum karla og kvenna. Önnur mynd með sex tilnefningar er svo myndin með langa heitið, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri , en hún er tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit, tónlist, besta leik í aukahlutverki karla og besta leik í aðalhlutverki kvenna auk tilnefningar sem besta mynd ársins. Með fjórar tilnefningar er svo myndin Lady Bird en hún hlaut þær fyrir besta handritið og besta leik í aðal- og aukahlutverkum kvenna auk tilnefningar sem besta mynd ársins. Með þrjár tilnefningar eru síðan fjórar myndir, þ.e. Dunkirk sem er tilnefnd fyrir bestu leikstjórn og bestu tónlist, Call Me by Your Name sem er tilnefnd fyrir besta leik í aðal- og aukahlutverkum karla, The Greatest Showman sem er tilnefnd fyrir besta lag og besta leik í aðalhlutverki karla og svo I, Tonya sem er tilnefnd fyrir besta leik í aðal- og aukahlutverki kvenna, en þessar myndir eru einnig allar tilnefndar sem besta myndin. Með tvær tilnefningar af þeim myndum sem fengu tilnefningu sem besta myndin eru svo að lokum myndirnar Get Out sem fær einnig tilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki karla og The Disaster Artist sem er einnig tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki karla. Myndin All the Money in theWorld sem verður frumsýnd í janúar fær svo þrjár tilnefningar en er eina myndin í þessari upptalningu sem er ekki jafnframt tilnefnd sem besta myndin. Þess í stað er hún tilnefnd fyrir leikstjórn, leik í auka- hlutverki karla og leik í aðalhlutverki kvenna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=