Myndir mánaðarins- Janúar 2018 - Bíó
8 Myndir mánaðarins Besti leikur ársins? Ef deila má um einhverjar verðlaunaveitingar í kvikmyndabransanum þá eru það verðlaun fyrir „besta leikinn“. Ekki það að hinir ýmsu leikarar sem tilnefndir eru hafi ekki skarað framúr í hlutverkum sínumog eigi skilið verð- laun fyrir það heldur það að þeir eru bara svo ótalmargir sem skara fram úr á hverju einasta ári að það er eiginlega eins ósanngjarnt og hugsast getur að velja bara örfáa úr. En þetta er nú samt gert á hverju ári og við skulum kíkja hér á nokkra þeirra leikara sem þykja lík- legastir til að hampa stóru verðlaununum í ár. Fyrst skal nefna gömlu brýnin, þau Meryl Streep og Tom Hanks, sem geta alltaf á sig blómunum bætt þrátt fyrir að eiga nú þegar svo marga verðlaunagripi að þau gætu fyllt heilt flugskýli með þeim. Þau leika aðal- hlutverkin í mynd Stevens Spielberg, The Post , og standa sig að sjálfsögðu frábærlega. Þeir Armie Hammer og Timothée Chalamet eru líka mjög líklegir til að hampa a.m.k. ein- um af stóru verðlaununum í ár fyrir besta leikinn enda þykja þeir hreint út sagt stór- kostlegir í myndinni Call Me by Your Name . Margot Robbie og Allison Janney leika mæðgurnar Tonyu og LaVonu í myndinni I, Tonya , og ættu sannarlega báðar skilið öll helstu leiklistarverðlaun heims fyrir frammi- stöðu sína í þeim hlutverkum og samleikinn. Hin breska Sally Hawkins og hin bandaríska Octavia Spencer þykja einnig líklegar til stórræða á verðlaunapöllunum á næstunni, Sally fyrir aðalhlutverk og Octavia fyrir auka- hlutverk í The Shape of Water eftir Guillermo del Toro, en þær eru ekki óvanar því að fá tilnefningar til allra stóru verðlaunanna. Því er ekki að neita að orðrómurinn um að þau Frances McDormand og Sam Rockwell muni hljóta stóru aðalverðlaun ársins fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna og besta leik í aukahlutverki karla í hinni gráglettnu sakamálamynd Three Billboards Outside Ebbing, Missouri eftir enska leikstjórann hæfi- leikaríka, Martin McDonagh, er afar sterkur. En auðvitað getur allt gerst. Michelle Williams sem leikur Gail Harris í All the Money in the World eftir Ridley Scott og Christopher Plummer sem leikur fyrr- verandi tengdaföður hennar í þeirri mynd, auðjöfurinn John Paul Getty, eru líka með í keppninni um besta leik í aðalhlutverki kvenna og besta leik í aukahlutverki karla. Mörgum þykir leikur þeirra Saoirse Ronan og LaurieMetcalf í aðalhlutverkummyndarinnar Lady Bird eftir Gretu Gerwig bera af og þær afar líklegar til mikilla afreka á stóru verðlauna- hátíðunum. Það skemmir ekki fyrir að Greta sjálf þykir líka mjög líkleg til að fá tilnefningar fyrir leikstjórn sína og handrit myndarinnar. Ensku leikararnir Daniel Day-Lewis og Gary Oldman þykja afar líklegir til að hampa ein- hverjum af stóru verðlaununum fyrir besta leik í aðalhlutverki karla, Daniel fyrir leik sinn í The Phantom Thread og Gary fyrir að leika Winston Churchill í myndinni Darkest Hour . Þær Judi Dench og Helen Mirren eru fyrir löngu orðnar vanar að veita verðlaunum fyrir frammistöðu sína á leiklistarsviðinu viðtöku og gætu vel gert það enn á ný á næstunni, Judi fyrir að leikaViktoríu drottningu í Victoria & Abdul og Helen fyrir leik í The Leisure Seeker . Fjölmargir fleiri leikarar hafa verið nefndir á undanförnum mánuðum sem líklegir til að hampa einhverjum af stóru verðlaununum og nefnum við hér að lokum þau James Franco fyrir The Disaster Artist , Hugh Jackman fyrir The Greatest Showman ,WillemDafoe fyrir The Florida Project , Denzel Washington fyrir Roman J. Israel, Esq ., Daniel Kaluuya fyrir Get Out og Jessicu Chastain fyrir Molly’s Game . Og nú er bara að bíða eftir niðurstöðunum.
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=