Myndir mánaðarins, janúar 2018
10 Myndir mánaðarins 4. janúar 85 mín Aðalhl.: Ansel Elgort, Chloë Grace Moretz og Cather- ine Keener Leikstj.: Sacha Gervasi Útgefandi: Sena VOD Spennumynd Þegar besti vinur hins 18 ára Addisons er myrtur getur hann ekki sætt sig við þá skýringu sem flestir virðast telja rétta að um gengjamorð hafi verið að ræða og ákveður að hella sér út í rannsókn málsins upp á eigin spýtur. Addison hafði hitt besta vin sinn Kevin skömmu áður en hann var myrtur og telur sig vita manna best að hann var ekki flæktur í neitt misjafnt sem gæti hafa kallað yfir hann einhvers konar hefndar- eða gengjamorð. Lögreglan og allir aðrir virðast samt á öðru máli og Addison finnur sig því knúinn til að komast að hinu sanna og finna morðingjann, þvert gegn ráðum unnustu sinnar, Phoebe, sem líst ekkert á frumkvæði hans. En Addison getur ekki látið málið kyrrt liggja ... November Criminals Einhver þarf að komast að sannleikanum Þau Addison og Phoebe eru ekki á eitt sátt um rannsókn Addisons á málinu en þau eru leikin af hinum ungu stórstjörnum Ansel Elgort og Chloë Grace Moretz. l November Criminals er byggð á samnefndri bók eftir Sam Munson sem kom út 2010 og höfðar fyrst og fremst til unglinga sem kunna að meta sakamálasögur. Punktar ............................................................................................ November Criminals – Cold Moon 5. janúar 92 mín Aðalhlutv.: Josh Stewart, Candy Clark, Frank Whaley og Robbie Kay Leikstj.: Griff Furst Útgef.: Myndform VOD Hrollvekja Larkins-fjölskyldan býr í litlu bæjarfélagi sunnarlega í Bandaríkjunum og hefur þurft að þola mörg áföll, sum alveg skelfileg ... svo skelfileg reyndar að þau eiga eftir að breyta a.m.k. sumum í fjölskyldunni í blóðþyrst lík. Það má segja að um leið og Cold Moon fái hárin til að rísa sé hún nokkurs konar óður til b-hrollvekjumynda fyrri ára enda gerð í stíl sem rekja má allt aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar. Þetta er því engan veginn mynd fyrir viðkvæma en þeir sem hafa gaman af hrollvekjum og geta hlegið að hugmyndafluginu ættu að kíkja á hana ... og hermt er að sögulokin í henni komi hressilega á óvart! Cold Moon Larkins-fjölskyldan er gott fólk – þangað til þau deyja Já, já ... þú getur hlaupið og falið þig eins og þú vilt, en þú sleppur samt ekki. l Myndin er byggð á bókinni Cold Moon Over Babylon eftir Michael McDowell sem kom út árið 1980, en Michael skrifaði m.a. einnig söguna og handritið að myndinni Beetlejuice sem Tim Burton leikstýrði og sendi frá sér árið 1988. Punktar ............................................................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=