Myndir mánaðarins, janúar 2018

12 Myndir mánaðarins Nýir teiknimyndaþættir, byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir sviss- neska rithöfundinn Johönnu Spyri, en hún kom upphaflega út árið 1881. Bók Johönnu Spyri umHeiðu er þjóðargersemi í Sviss enda eitt þekktasta bókmenntaverk Svisslendinga fyrr og síðar. Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið. Heiða Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla 5. janúar 87 mín Teiknimyndir með íslensku tali um hina góðhjörtuðu og síglöðu Heiðu Útgefandi: Myndform l Þessi útgáfa inniheldur þætti 21 til 24 í seríunni en fyrri þættirnir, þættir 1 til 20, ættu allir að vera enn fáanlegir á VOD-leigunum. Punktar ........................................................................................... VOD Teiknimyndir Teiknimyndaþættirnir um Heiðu þykja alveg einstaklega vel gerðir. 5. janúar 85 mín Aðalhl.: Percy Hynes White, Joel Thomas Hynes og Mary Chisholm Leikstj.: Christian Sparkes Útg.: Myndform VOD Drama / Fantasía Áhugaverð og áhrifarík mynd frá Nýfundnalandi um ungan strák með brotna sjálfsmynd sem telur að tröll eitt sé ábyrgt fyrir óförum sínum. Kvikmyndaáhugafólk sem kann að meta óháðar myndir og „öðruvísi“ sögur ætti að kíkja á þessa verðlaunamynd leikstjórans Christians Sparks sem þykir áhuga- verð í meira lagi, afar vel leikin og áhrifarík, en sagan í henni og atburðarásin er þess eðlis að það er langskemmtilegast að láta hana koma sér á óvart ... Cast No Shadow Hvar býr tröllið? Hinn ungi Percy Hynes White þykir sýna snilldarleik í þessari áhugaverðu mynd. l Þeir Joel Thomas Hynes og Percy HynesWhite sem leika feðgana Angus og Jude í Cast No Shadow eru feðgar í raun en Joel skrifaði einnig handrit myndarinnar. l Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna, þ. á m. sex helstu verðlaunin á Atlantic- kvikmyndahátíðinni í Kanada, þ.e. fyrir besta leik í aðalhlutverkumkarla og kvenna, besta handrit, bestu kvikmyndatöku, bestu leikstjórn og sem besta myndin. Punktar ........................................................................................... Heiða – Cast No Shadow

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=