Myndir mánaðarins, janúar 2018

13 Myndir mánaðarins My Little Pony: Bíómyndin Hvað getur mögulega farið úrskeiðis? Teiknimynd með íslensku tali Höfundar: Jayson Thiessen, Meghan McCarthy, Joe Ballarini og Bonnie Zacherle Útgefandi: Myndform 99 mín 11. janúar Lífið í höfuðborg smáhestanna gæti varla verið fullkomnara en það er, enda byggt á gleði, söng, ævintýrum og órjúfan- legum vinaböndum. En þegar hin vonda og valdagráðuga Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnilegum þjónum sínum neyðast smáhestarnir undir forystu prinsess- unnar Skystar til að ferðast þvert í gegnum Smáhestaland og freista þess að finna nýja bandamenn sem geta hjálpað þeim. Það kannast áreiðanlega flestir við Pony-smáhestana sem hafa verið vinsæl barnaleikföng allt frá því að leikfangaframleiðandinn Hasbro setti þau á markað árið 1981. Í kjölfarið voru síðan fram- leiddar bæði myndasögur og teiknimyndaþættir sem hafa ekki síður notið vinsælda yngstu kynslóðarinnar allt frá byrjun. Þann 11. janúar verður síðan fyrsta bíómyndin í fullri lengd gefin út á DVD og VOD um ævintýri þessara litríku smáhesta, en hún er gerð af sama fólki og skapaði nýjustu teiknimyndaseríuna árið 2010 og sýnd hefur verið í sjónvarpinu undir samheitinu Vinátta og töfrar . My Little Pony: Bíómyndin l Myndin er að sjálfsögðu talsett á íslensku og eru það m.a. þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Selma Björnsdóttir, Þórdís Björk Þor- finnsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Viktor Már Bjarnason sem tala fyrir persónurnar, en leikstjóri var Tómas Freyr Hjaltason. DVD VOD Punktar .................................................... Teiknimynd

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=