Myndir mánaðarins, janúar 2018

16 Myndir mánaðarins Logan Lucky Logan Lucky Glæpagrín Bara helmingurinn er heppni Aðalhlutverk: Channing Tatum, Adam Driver, Daniel Craig, Katie Holmes, Seth MacFarlane, Katherine Waterston, Hilary Swank, Riley Keough, Sebastian Stan og Boden Johnston Leikstjórn: Steven Soderbergh Útgefandi: Myndform Veistu svarið? Steven Soderbergh er eini leikstjóri síðastliðinna 80 ára sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn tveggja mynda á sama árinu. Þetta gerðist árið 2001. Hverjar voru myndirnar? Traffic og Erin Brockovich. 18. janúar Punktar .................................................... l Logan Lucky hefur fengið toppdóma allra virtustu gagnrýnend- anna á Metacritic og er sannarlega mynd sem langflestir áhorf- endur ættu að kunna að meta, ekki síst aðdáendur Stevens Soder- bergh sem á að baki frábærar myndir eins og Ocean’s -myndirnar, Out of Sight , The Limey , Erin Brockovich , The Informant , Contagion , Magic Mike , Haywire, Traffic , Side Effects og Behind the Candelabra . Þegar Jimmy Logan er sagt upp vinnunni og fyrrverandi eigin- kona hans ákveður að flytja með dóttur þeirra á fjarlægar slóðir sér Jimmy sæng sína uppreidda og leggur til við bróður sinn Clyde að þeir fremji bíræfið rán á milljónum dollara þrátt fyrir hina svokölluðu Logan-bölvun sem er sögð hvíla á þeim. Steven Soderbergh mætir hér aftur á svæðið með eiturhressa mynd en eins og þeir vita sem fylgjast með fréttum úr kvikmynda- bransanum lét hann þau boð út ganga árið 2013 að hann væri hættur að gera kvikmyndir. Því trúðu fáir auðvitað, jafnvel enginn. Logan Lucky er fyndinn og fjörugur farsi og glæpagrín eins og það gerist best þar sem fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk persóna sem eru gjörólíkar þeim sem þeir hafa áður leikið. Samtölin eru einstök, framburðurinn líka, uppákomurnar kostulegar, ránið hug- myndaríkt ... og samt er enn ekki á hreinu hver skrifaði handritið! Adam Driver og Channing Tatum leika Logan-bræðurna Clyde og Jimmy sem ákveða að fremja bíræfið og úthugsað rán. Joe Bang (Daniel Craig) ásamt bræðrum sínum, Fish Bang og Sam Bang (Jack Quaid og Brian Gleeson), en þeir eiga talsvert eftir að koma við sögu í ráninu sem Logan-bræðurnir eru að skipuleggja. Katie Holmes leikur fyrrverandi eiginkonu Jimmys Logan og er ein af mörgum frægum leikurum sem fara með aukahlutverkin í myndinni. 118 mín HHHHH - N.Y. Times HHHHH - Time HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH - Entert. Weekly HHHH - Guardian HHHH - Empire HHHH - Telegraph HHHH - L.A. Times HHHH - Screen HHHH - Total Film DVD VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=