Myndir mánaðarins, janúar 2018
18 Myndir mánaðarins 18. janúar 84 mín Aðalhl.: Merritt Patterson, Justin Kelly og Lanie Mc- Auley Leikstj.: Steven R. Monroe Útgefandi: Sena VOD Rómantík Leigh er ung kona sem heldur úti vefsíðunni Bad Date Chronicles en þar geta lesendur sett inn reynslusögur af stefnumótum við hitt kynið sem farið hafa úrskeiðis af ýmsum ástæðum. En hver er reynsla Leigh sjálfrar? Bad Date Chronicles er gerð af sama leikstjóra og gerði myndina Advance & Retreat sem kynnt er á blaðsíðu 14 hér að framan og er af sama meiði, þ.e. létt og rómantísk gamanmynd sem um leið er kjörin til áhorfs fyrir alla fjölskylduna. Kvöld eitt fer Leigh sjálf á stefnumót semmisheppnast og ákveður í framhaldinu að skrifa um það á vefsíðuna. Sá sem hún fór á stefnumót með, Connor, verður hins vegar bæði sár og reiður yfir lýsingum hennar og ákveður að skrifa sína eigin útgáfu af stefnumótinu. Þetta magnast síðan upp í ritdeilu sem vekur mikla athygli á vefnum og að því kemur að þau Leigh og Connor samþykkja að fara á annað stefnumót til að leiða endanlega í ljós hvort þeirra er nær sannleikanum ... Bad Date Chronicles Það verður ekki bæði haldið og sleppt Merritt Patterson og Justin Kelly leika þau Leigh og Connor í Bad Date Chronicles . Bad Date Chronicles – The Mountain Between Us 18. janúar 112 mín Aðalhl.: Idris Elba, Kate Winslet og Beau Bridges Leik- stjórn: Hany Abu-Assad Útgefandi: Síminn og Vodafone VOD Drama / Ævintýri Stórleikararnir Kate Winslet og Idris Elba fara hér á kostum í spennandi mynd um tvo ólíka einstaklinga sem þurfa að snúa bökum saman í neyð. Taugaskurðlæknirinn Ben og ljósmyndarinn Alex eru strandaglópar á flugvell- inum í Boise í Idaho-ríki og eiga það sameiginlegt að þurfa bæði að vera komin til Baltimore fyrir næsta morgun. Þótt þau þekkist ekki neitt ákveða þau að slá saman og leigja sér einkavél til að ferja sig yfir fjöllin. En flugferðin fer illa þegar vélin brotlendir hátt uppi í einu fjallinu, flugmaðurinn deyr og Alex slasast svo illa að útilokað er að hún geti gengið niður af fjallinu af sjálfsdáðum. Engin byggð er í nánd, á fjallinu er ískuldi og það versta er að hvorugt þeirra lét vita af ferðum sínumþannig að enginn veit hvar þau er að finna. Hvað geta þau tekið til bragðs? The Mountain Between Us Geturðu treyst ókunnugum fyrir lífi þínu? Þau Ben og Alex þekkjast ekki neitt þegar þau leggja af stað í hina örlagaríku ferð yfir fjöllin. Punktar ............................................................................................ l The Mountain Between Us er byggð á samnefndri skáldsögu bandaríska rithöf- undarins Charles Martin sem kom út árið 2010, en handritið er skrifað af Chris Weitz sem skrifaði m.a. handrit myndanna About a Boy og The Golden Compass . l Myndin var að mestu leyti tekin upp í ægifögru fjalllendinu á landamærum Al- bertaríkis og Bresku Kólumbíu í Kanada þar sem Jasper- og Banff-þjóðgarðarnir eru. l Leikstjóri myndarinnar, Ísraelinn Hany Abu- Assad, á m.a. að baki hinar margverðlaun- uðu myndir Paradise Now og Omar . HHH 1/2 - The Hollywood Reporter HHH 1/2 - The New YorkMagazine HHH 1/2 - Village Voice HHH - Empire HHH - Screen HHH - Guardian
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=