Myndir mánaðarins, janúar 2018

19 Myndir mánaðarins 19. janúar 109 mín Aðalhlutv.: Blake Lively, Jason Clarke og Ahna O’Reilly Leikstjórn: Marc Forster Útgefandi: Myndform VOD Ástarsaga / Sálfræðidrama Nýjasta mynd Marcs Foster sem gerði m.a. myndirnar World War Z , Mon- ster’s Ball , Stranger Than Fiction , The Kite Runner og Quantum of Solace . All I See is You segir frá hjónunum James og Ginu sem hafa verið gift í mörg ár, en Gina er blind eftir bílslys sem hún lenti í sem lítil stúlka. Með nýjustu tækni gæti hún þó öðlast sjón á ný og úr verður að hún kemst í aðgerð sem heppnast vonum framar. Í fyrstu eru bæði hún og James himinlifandi með árangurinn eins og við mátti búast en smám saman byrja að renna tvær grímur á Ginu. Ástæðan er að ýmislegt sem hún hafði áður þurft að ímynda sér í umhverfi sínu er allt öðruvísi en hún hafði séð fyrir sér í huganum og sumt af því breytir algjörlega sýn hennar á bæði eigið líf og hjónabandið. Var kannski eftir allt saman betra að vera blind? All I See is You Hvað er og hvað er ekki raunverulegt? Jason Clarke og Blake Lively leika hjónin James og Ginu sem standa frammi fyrir nýjum raunveruleika þegar Gina fær sjónina. All I See is You – Skógarfjör Stórskemmtilegar fimmmínútna teiknimyndir um alls konar dýr, bæði stór og smá, og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi. Skógarfjörs -þættirnir eru fullir af fjöri frá upphafi til enda, en þeir innihalda ekkert mannamál heldur eingöngu umhverfis- og dýrahljóð og dálítið af tónlist þegar það á við. Þættirnir, sem hafa verið sýndir á vinsælustu barnasjónvarps- stöðvunum, eiga það líka sameiginlegt að vera einstaklega jákvæðir, upplífgandi og saklausir en samt innihalda þeir hæfilega spennu fyrir yngstu áhorfendurna. Alls hafa verið gerðir 39 þættir og hér koma út þættir 14–26. Skógarfjör Hvað eru dýrin að bralla? 19. janúar 65 mín Teiknimyndir um dýr sem taka upp á ýmsu óvenjulegu Leikstjórn: J.D. Dillard Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=