Myndir mánaðarins, janúar 2018
20 Myndir mánaðarins It Við hvað eruð þið hrædd? Aðalhlutverk: Bill Skarsgård, Jaeden Lieberher, Nicholas Hamilton, Finn Wolfhard, Jeremy Ray Taylor, Sophia Lillis, Jack Dylan Grazer, Nicholas Hamilton og Wyatt Olev Leikstjórn: Andrés Muschietti Útgefandi: Síminn og Vodafone 135 mín Veistu svarið? It var átjánda bók Stephens King en áður hafði hann m.a. gefið út bækurnar Pet Sematary , Christine , Cujo , The Dead Zone , Firestarter , The Dark Tower: The Gunslinger , The LongWalk , Thinner , Rage, The Running Man og The Shining . En hver var fyrsta bók hans? Carrie. 22. janúar l Leikstjóri It er argentínski leikstjórinn Andrés Muschietti, en hann sendi árið 2013 frá sér sína fyrstu mynd, Mama , semmörgum hroll- vekjuunnendum fannst afar góð og vel útfærð mynd. l It er ein af bestu spennumyndum ársins, verulega vel gerð í alla staði og inniheldur að sjálfsögðu mörg atriði sem fá hárin til að rísa. Þegar sjö vinir í bænum Derry í Maine-ríki Bandaríkjanna komast á snoðir umað í holræsumbæjarins er á kreiki óvættur sem ber að öllum líkindum ábyrgð á hvarfi margra ungmenna í gegnum árin ákveða þau að rannsaka málið á eigin ábyrgð. It er byggð á samnefndri bók hrollvekjumeistarans Stephens King sem kom út árið 1986 og er af mörgum talin ein hans albesta saga enda hlaut hann fyrir hana margvísleg verðlaun á sínum tíma. Myndin hefst á því að ungur drengur, Georgie, hverfur sporlaust eftir að hafa farið út að leika sér í rigningunni með pappabát sem eldri bróðir hans, Bill, hafði búið til handa honum. Ári síðar verður Bill hluti af vinahóp sjö ólíkra unglinga í bænum sem komast smám saman á snoðir um að í bænum sé á kreiki óvættur sem heldur til í holræsunum og ásækir ungt fólk í líki ófrýnilegs trúðs sem kallar sig Pennywise. Við þennan vágest þurfa krakkarnir nú að berjast ... Krakkarnir sjö sem komast á snoðir um tilurð dansandi trúðsins Pennywise lenda vægast sagt í miklum hremmingum í kjölfarið. It Í byrjun sögunnar kynnumst við hinum sex ára gamla Georgie (Jackson Robert Scott) sem fer út að leika sér í rigningunni. Það er Bill Skarsgård sem leikur óvættinn og trúðinn Pennywise, en hann getur tekið á sig ýmsar myndir. Bill er eins og nafnið bendir til sonur Stellans Skarsgård og bróðir þeirra Gustafs og Alexanders. Tryllir Punktar .................................................... VOD HHHHH - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - Screen Intern. HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - Telegraph HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - Entertainm. Weekly HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - Slate
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=