Myndir mánaðarins, janúar 2018

22 Myndir mánaðarins Kingsman: The Golden Circle Gerið ykkur klár í slaginn! Aðalhlutverk: Taron Egerton, Colin Firth, Mark Strong, Channing Tatum, Halle Berry, Jeff Bridges, Julianne Moore, Pedro Pascal, Elton John, Vinnie Jones og Sophie Cookson Leikstjórn: Matthew Vaughn Útgefandi: Síminn og Vodafone 140 mín Veistu svarið? Það er ekki oft semfimmhandhafar Óskarsverðlauna koma saman í einni og sömu myndinni en það gerist í Kingsman: The Golden Circle . Hvaða leikarar myndarinnar hafa hlotið Óskarsverðlaunin? Julianne Moore, Halle Berry, Jeff Bridges, Colin Firth og Elton John. 25. janúar l Herrafataverslunin Kingsman sem í myndunum er anddyri hinnar fjölbreyttu tækja- og vopnabirgðageymslu Kingsman- leyniþjónustunnar, er raunveru- leg verslun semheitir Huntsman. Hún er í húsi númer ellefu við Saville Row í London, en það var einmitt uppi á þaki húss númer þrjú við þá götu sem Bítlarnir héldu sína síðustu tónleika árið 1969. Verslunin hefur heldur betur notið góðs af kynningunni sem hún fékk í fyrstu myndinni enda er hún núna vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Þessmá geta að ástæðan fyrir því að Huntsman var notuð sem sviðsmynd er að þar keypti móðir leikstjórans, Matthews Vaughn, á hann hans fyrstu jakkaföt. Eftir að höfuðstöðvar Kingsman-leyniþjónustunnar í Bret- landi eru sprengdar í tætlur uppgötva þeir Gary „Eggsy“ Unwin og Merlin að til eru bandarísk systursamtök kóngs- mannanna, Statesman-leyniþjónustan, og fá í framhaldinu aðstoð starfsmanna hennar til að berjast við hættulegasta óvin mannkyns til þessa, glæpasamtökin Gullna hringinn. Kvikmyndin Kingsman: The Secret Service eftir Matthew Vaughn sló eins og allir vita í gegn í ársbyrjun 2015, enda bráðsniðug mynd í alla staði, frumleg, fyndin og með frábærum slagsmála- og áhættuatriðum auk þess sem einkennandi og afar góð tónlist þeirra Matthews Margeson og Henrys Jackman lét vel í eyrum. Strax var ákveðið að gera framhaldsmynd og er skemmst frá því að segja að að henni stendur allt sama fólkið og stóð að þeirri fyrri að viðbættum leikurunum Channing Tatum, Jeff Bridges, Halle Berry, Julianne Moore, Pedro Pascal og fleirum, þar á meðal sjálfum Sir Elton John, sem leikur sjálfan sig í nokkrum kostulegum atriðum. Kingsman: The Golden Circle er stanslaus keyrsla frá upphafi til enda, ekki síður skemmtileg og jafnvel enn hugmyndaríkari en fyrri myndin. Það ætti því ekki að koma neinum aðdáanda á óvart að nú þegar er búið að tilkynna um gerð þriðju myndarinnar! Eins og í fyrri myndinni leikur Taron Eggerton hér kóngsmanninn Gary„Eggsy“ Unwin sem nú þarf ásamt félögum sínum að takast á við hættulegasta óvin mannkyns til þessa og bjarga heiminum frá glötun. Channing Tatum og Halle Berry leika þau Tequila og Ginger sem starfa fyrir bandarísku Statesman-leyniþjónustuna. Gamanmynd / Hasar Punktar .................................................... VOD HHHH - Empire HHH 1/2 - The Hollywood Reporter HHH 1/2 - IndieWire HHH - R. Stone HHH - Wash. Post HHH - Guardian HHH - Total Film HHH - Village Voice

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=