Myndir mánaðarins, janúar 2018
25 Myndir mánaðarins 26. janúar 98 mín Aðalhlutv.: Talitha Bateman, Alfre Woodard og Jacinda Barrett Leikstj.: Stephen Gyllenhaal Útg.: Myndform VOD Drama Heidi DeMuth hefur alist upp við þær óvenjulegu aðstæður að hún þekkir engan úr fjölskyldu sinni aðra en móður sína sem er heilabiluð og getur ekki upplýst hana um neitt. Um þessi mál hefur hún orðið forvitnari með árunumog að því kemur að hún ákveður að finna svörin upp á eigin spýtur. Allt frá fæðingu hefur Heidi alist upp með móður sinni og umsjónarkonu hennar, Bernadette, sem varð um leið uppeldismóðir Heidiar. Með aldrinumhefur hún svo orðið sífellt forvitnari um hverra manna hún sé, og þá ekki síst um hver sé faðir hennar. Hún ákveður því dag einn að sætta sig ekki lengur við gátuna og stingur af með takmarkaðar vísbendingar um hvar einhverja úr ætt hennar sé að finna ... So B. It Sumum spurningum verður að svara Heidi (Talitha Bateman) ásamt uppeldismóður sinni Bernadette (Alfre Woodard) sem þekkir ekki heldur neinn úr fjölskyldu Heidi aðra en móður hennar og getur því lítið aðstoðað hana við að finna svörin. So B. It – Victoria & Abdul Punktar ....................... HHH - L.A. Times l Talitha Bateman sem leikur Heidi í So B. It er án vafa ein af efnilegustu ungu leikkonum Bandaríkjanna í dag en hún hóf leikferilinn aðeins tíu ára að aldri og hefur síðan leikið í ýmsum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, nú síðast í myndunum Geostorm og Annabelle: Creation . So B. It er fyrsta myndin sem hún ber uppi í aðalhlutverki og sýnir um leið hvers vegna henni er spáð svo miklum frama. Fylgist með henni frá byrjun! 29. janúar 111 mín Aðalhl.: Judi Dench, Ali Fazal og Tim Pigott-Smith Leik- stjórn: Stephen Frears Útgefandi: Síminn og Vodafone VOD Sannsögulegt Nýjasta mynd meistaraleikstjórans Stephens Frears skartar hinni frábæru leikkonu Judi Dench í hlutverki Viktoríu drottningar, en Judi er þegar þetta er skrifað tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn og verður mjög líklega einnig tilnefnd fyrir hann til BAFTA- og Óskarverðlaunanna í janúar. Myndin hefst árið 1899 þegar Viktoría hafði ríkt í 62 ár og var að verða áttræð. Þegar ungur indverskur sendiboði og þjónn, Abdul að nafni, færir henni gjöf frá heimalandi sínu heillast hún af hreinlyndi hans og framkomu, og ekki síður af þekkingu hans á Kóraninum. Hún ákveður því að gera hann að kennara sínum um trú og siði múslima, mörgum úr hirðinni til mikillar undrunar. Á sama tíma á hún í deilum við þingið og einstaka þingmenn sem vilja bregða fyrir hana fæti ... Victoria & Abdul Enginn er of gamall til að læra eitthvað nýtt Judi Dench og Ali Fazal sýna stór- kostlegan samleik í þessari fyndnu og hrífandi mynd Stephens Frears. Punktar ............................................................................................ l Enski leikstjórinn Stephen Frears á að baki fjölmargar rómaðar myndir og má þar nefna t.d. Dangerous Liaisons , The Queen , Philomenia , Florence Foster Jenkins , High Fidelity , My Beautiful Laundrette og Dirty Pretty Things , en myndir hans hafa hlotið ótal verðlaun, þ. á m. mörg BAFTA-, Golden Globe- og Óskarsverðlaun. l Þetta er í annað sinn sem Judi Dench leikur Viktoríu drottningu en það gerði hún einnig í mynd Johns Madden, Mrs. Brown , árið 1997. Um leið er þetta í þriðja sinn sem hún leikur aðalhlutverk í mynd eftir Stephen Frears. HHHHH - The New York Observer HHHH - Empire HHHH - Total Film HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - Hollywood Reporter
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=